Það er komið að helgarbakstrinum og viðeigandi er að nýta hráefni úr náttúrunni í baksturinn og bjóða upp á ljúffengar kræsingar með kaffinu. Nú fer senn að líða að seinni uppskerunni á rabarbaranum og þá er rabarbarinn orðinn súrari en hann var í vor. Þá er gott að bæta svolítið að af sætu með rabarbaranum sem er gott mótvægi við súra bragðið.
Það er komið að helgarbakstrinum og viðeigandi er að nýta hráefni úr náttúrunni í baksturinn og bjóða upp á ljúffengar kræsingar með kaffinu. Nú fer senn að líða að seinni uppskerunni á rabarbaranum og þá er rabarbarinn orðinn súrari en hann var í vor. Þá er gott að bæta svolítið að af sætu með rabarbaranum sem er gott mótvægi við súra bragðið.
Það er komið að helgarbakstrinum og viðeigandi er að nýta hráefni úr náttúrunni í baksturinn og bjóða upp á ljúffengar kræsingar með kaffinu. Nú fer senn að líða að seinni uppskerunni á rabarbaranum og þá er rabarbarinn orðinn súrari en hann var í vor. Þá er gott að bæta svolítið að af sætu með rabarbaranum sem er gott mótvægi við súra bragðið.
Ástríðubakarinn Brynja Dadda Sverrisdóttir í Móberginu upp í fjallinu í Kjós er frjó af hugmyndum hvernig má nýta rabarbarann og deilir hér með lesendum Matarvefsins dýrðlegri uppskrift að einföldu rabarbarapæi með súkkulaði sem á eftir að slá í gegn. Brynja hefur verið iðin við að deila með lesendum uppskriftum í sumar og það má með sanni segja að þær hafi allar hitt í mark.
„Rabarbarapæið hittir ávallt í mark þegar gesti ber að garði og barnabörnin vita fá betra en að fá nýbakaðar kræsingar þegar þau koma í heimsókn. Við hjónin njótum stundum líka bara tvö. Ef við erum bara tvö í kaffi nota ég lítið form og í það fara um það bil 4 stönglar, niðurskornir og 50 g af hveiti, sykri og smjöri, þannig er hægt að leika sér aðeins með þessa uppskrift,“ segir Brynja með bros á vör.
Rabarbarapæ með súkkulaði
Í eldfasta mótið/formið
Deigið yfir rabarbarann
Aðferð: