Rabarbarapæ með súkkulaði úr Móberginu

Uppskriftir | 10. ágúst 2024

Rabarbarapæ með súkkulaði úr Móberginu

Það er komið að helgarbakstrinum og viðeigandi er að nýta hráefni úr náttúrunni í baksturinn og bjóða upp á ljúffengar kræsingar með kaffinu. Nú fer senn að líða að seinni uppskerunni á rabarbaranum og þá er rabarbarinn orðinn súrari en hann var í vor. Þá er gott að bæta svolítið að af sætu með rabarbaranum sem er gott mótvægi við súra bragðið.

Rabarbarapæ með súkkulaði úr Móberginu

Uppskriftir | 10. ágúst 2024

Dýrðlegt rabarbarapæ með súkkulaði borið fram með ís og karamellusósu …
Dýrðlegt rabarbarapæ með súkkulaði borið fram með ís og karamellusósu úr Móberginu sem bráðnar í munni. Samsett mynd

Það er komið að helgarbakstrinum og viðeigandi er að nýta hráefni úr náttúrunni í baksturinn og bjóða upp á ljúffengar kræsingar með kaffinu. Nú fer senn að líða að seinni uppskerunni á rabarbaranum og þá er rabarbarinn orðinn súrari en hann var í vor. Þá er gott að bæta svolítið að af sætu með rabarbaranum sem er gott mótvægi við súra bragðið.

Það er komið að helgarbakstrinum og viðeigandi er að nýta hráefni úr náttúrunni í baksturinn og bjóða upp á ljúffengar kræsingar með kaffinu. Nú fer senn að líða að seinni uppskerunni á rabarbaranum og þá er rabarbarinn orðinn súrari en hann var í vor. Þá er gott að bæta svolítið að af sætu með rabarbaranum sem er gott mótvægi við súra bragðið.

Ástríðubakarinn Brynja Dadda Sverr­is­dótt­ir í Mó­berg­inu upp í fjallinu í Kjós er frjó af hugmyndum hvernig má nýta rabarbar­ann og deilir hér með lesendum Matarvefsins dýrðlegri uppskrift að einföldu rabarbarapæi með súkkulaði sem á eftir að slá í gegn. Brynja hefur verið iðin við að deila með lesendum uppskriftum í sumar og það má með sanni segja að þær hafi allar hitt í mark.

Rabarbarapæið hittir ávallt í mark þegar gesti ber að garði og barnabörnin vita fá betra en að fá nýbakaðar kræsingar þegar þau koma í heimsókn. Við hjónin njótum stundum líka bara tvö. Ef við erum bara tvö í kaffi nota ég lítið form og í það fara um það bil 4 stönglar, niðurskornir og 50 g af hveiti, sykri og smjöri, þannig er hægt að leika sér aðeins með þessa uppskrift,“ segir Brynja með bros á vör.

Svo girnilegt að horfa á.
Svo girnilegt að horfa á. Ljósmynd/Brynja Dadda Sverrisdóttir

Rabarbarapæ með súkkulaði

Í eldfasta mótið/formið

  • Smjör eftir smekk, til að smyrja formið
  • Niðursneiddur rabarbari eftir smekk, um það bil 8 stönglar er hæfilegt magn
  • Súkkulaði eftir smekk, gróft saxað eða brytja niður
  • Sykur ef vill, til að strá yfir rabarbarann

Deigið yfir rabarbarann

  • 120 g smjör
  • 120 g hrásykur
  • 120 g hveiti (má líka setja haframjöl á móti hveitinu ef vill)

Aðferð:

  1. Byrjið á því að finna til gott eldfast fat/mót sem hæfir tilefninu og hafið stærð miðað við fjölda heimilismanna og/eða gesta.
  2. Smyrjið formið aðeins með smjöri.
  3. Setjið síðan gott botnfylli af niðursneiddum rabarbara, gott að miða við að ekkert sjáist í botninn, þetta eru sirka 8 stönglar sem passa í þessa uppskrift.
  4. Brytjið eða grófsaxið súkkulaði yfir, bara það súkkulaði sem er til, suðusúkkulaði eða eitthvað annað, sumir þola illa súra bragðið. Þá er allt í lagi að setja pínulítið af sykri yfir líka.
  5. Hitið ofninn í 200°C hita.
  6. Setjið fatið/mótið í heitan ofninn og bakið í 25 til 30 mínútur.
  7. Pæið á að vera aðeins bullandi undir og brakandi stökkt ofan á þegar það er tilbúið, það má jafnvel setja pæið aðeins undir grill til að fá það vel stökkt. 
  8. Berið fram með ís og karamellusósu og njótið. Það má líka bera pæið fram með þeyttum rjóma og vanillusósu, bæði gott.
mbl.is