Stolt af sjálfri mér

Ólympíuleikarnir í París | 10. ágúst 2024

Stolt af sjálfri mér

Snæfríður Sól Jórunnardóttir lauk í síðustu viku keppni á sínum öðrum Ólympíuleikum. Hún bætti sig töluvert frá leikunum í Tókýó fyrir þremur árum og komst í undanúrslit í fyrsta skipti.

Stolt af sjálfri mér

Ólympíuleikarnir í París | 10. ágúst 2024

Snæfríður Sól Jórunnardóttir.
Snæfríður Sól Jórunnardóttir. Kristinn Magnússon

Snæfríður Sól Jórunnardóttir lauk í síðustu viku keppni á sínum öðrum Ólympíuleikum. Hún bætti sig töluvert frá leikunum í Tókýó fyrir þremur árum og komst í undanúrslit í fyrsta skipti.

Snæfríður Sól Jórunnardóttir lauk í síðustu viku keppni á sínum öðrum Ólympíuleikum. Hún bætti sig töluvert frá leikunum í Tókýó fyrir þremur árum og komst í undanúrslit í fyrsta skipti.

„Ég er mjög sátt og stolt af sjálfri mér og því sem ég hef verið að gera. Það var stórt skref að komast í undanúrslit og vera nálægt mínum bestu tímum. Þetta er góð upplifun,“ sagði Snæfríður er hún ræddi við mbl.is fyrir utan ólympíuþorpið í París.

Snæfríði tókst ekki að bæta Íslandsmetin sín í París, en færri met en oftast áður litu dagsins ljóst í lauginni í frönsku höfuðborginni.

„Það er búið að vera að tala um að þetta sé ekki hröð laug. Þetta eru samt eins aðstæður fyrir alla og þetta er keppni. Maður veit ekki hvað hefði gerst ef þetta væri hröð laug. Ég stýrði ekki lauginni og gat bara reynt mitt besta,“ sagði Snæfríður.

mbl.is