Þá hefði þetta verið eins og í draumi

Ólympíuleikarnir í París | 10. ágúst 2024

Þá hefði þetta verið eins og í draumi

„Ég er stoltur af mér,“ sagði Anton Sveinn McKee í samtali við mbl.is um árangurinn sinn á Ólympíuleikunum í París, síðustu leikunum á ferlinum.

Þá hefði þetta verið eins og í draumi

Ólympíuleikarnir í París | 10. ágúst 2024

Anton Sveinn McKee
Anton Sveinn McKee Kristinn Magnússon

„Ég er stoltur af mér,“ sagði Anton Sveinn McKee í samtali við mbl.is um árangurinn sinn á Ólympíuleikunum í París, síðustu leikunum á ferlinum.

„Ég er stoltur af mér,“ sagði Anton Sveinn McKee í samtali við mbl.is um árangurinn sinn á Ólympíuleikunum í París, síðustu leikunum á ferlinum.

„Maður undirbjó sig eins vel og maður gat og reyndi að ná öllu út og svo fór þetta eins og það fór. Maður treysti á útfærslu á sundinu sem myndi skila manni sem mestu.

Því miður var þetta stöngin út í staðinn fyrir stöngin inn,“ sagði Anton sem missti af sæti í 200 metra bringusundi, sinni sterkustu grein.

„Ef maður hefði synt hálfri sekúndu hraðar hefði þetta verið allt eins og í draumi og planað. Ég get ekki verið svekktur. Maður reyndi sitt allra besta gegn þeim allra bestu og svona fór þetta. Maður hefði getað gert þetta einhvern veginn öðruvísi.“

mbl.is