Lögmaður Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara segir ríkissaksóknara ekki hafa rétt til þess að veita Helga áminningu í starfi eða víkja honum tímabundið frá störfum. Bendir hann á að þó svo væri sé eðlilegur tími frá fyrstu áminningu til þess sem nú sé til umræðu liðinn. Ummæli Helga falli einnig undir heimild til tjáningarfrelsis. Þess sé krafist að dómsmálaráðherra hafni erindi ríkissaksóknara.
Lögmaður Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara segir ríkissaksóknara ekki hafa rétt til þess að veita Helga áminningu í starfi eða víkja honum tímabundið frá störfum. Bendir hann á að þó svo væri sé eðlilegur tími frá fyrstu áminningu til þess sem nú sé til umræðu liðinn. Ummæli Helga falli einnig undir heimild til tjáningarfrelsis. Þess sé krafist að dómsmálaráðherra hafni erindi ríkissaksóknara.
Lögmaður Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara segir ríkissaksóknara ekki hafa rétt til þess að veita Helga áminningu í starfi eða víkja honum tímabundið frá störfum. Bendir hann á að þó svo væri sé eðlilegur tími frá fyrstu áminningu til þess sem nú sé til umræðu liðinn. Ummæli Helga falli einnig undir heimild til tjáningarfrelsis. Þess sé krafist að dómsmálaráðherra hafni erindi ríkissaksóknara.
Þetta kemur fram í bréfi til Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra frá Almari Þ. Möller lögmanni Helga, sem mbl.is hefur undir höndum.
Hann hafnar því að svo megi líta á að Helgi hafi látið ummælin sem um ræðir falla sem vararíkissaksóknari.
„[...] Ummælin féllu þegar umbjóðandi minn sem brotaþoli ræddi ofsóknir sem hann og fjölskylda hans hafa um þriggja ára skeið setið undir, þ.m.t. morðhótanir frá manni sem dæmdur var til þungrar fangelsisrefsingar í Héraðsdómi Reykjaness 15. júlí sl. Sem slíkur nýtur umbjóðandi minn sérstaklega rúms tjáningarfrelsis og skiptir þar engu máli hvaða stöðu hann gegnir innan stjórnkerfisins.“
Í bréfinu eru heimildir ríkissaksóknara til þess að veita áminningar einnig ræddar og því komið til skila að enginn nema ráðherra hafi heimild til þess að veita áminningu í tilfelli Helga. Þar af leiðandi hafi ríkissaksóknari ekki heimild til þess að víkja Helga úr starfi tímabundið.
„Samkvæmt framansögðu er áminningarvaldið gagnvart embættismönnum í höndum þess ráðherra sem skipar í embættið. Sú regla gildir nema áminningarvaldið hafi með lögum verið falið öðrum. Engri slíkri lagaheimild er til að dreifa í máli þessu. Í þessu tilviki hefur ráðherra ekki áminnt umbjóðanda minn og því eru skilyrði til þess að veita megi vararíkissaksóknara lausn um stundarsakir ekki fyrir hendi.
Sú „áminning“ sem ríkissaksóknari veitti umbjóðanda mínum 25. ágúst 2022 hefur ekki réttaráhrif við mat á því hvort ráðherra sé heimilt að veita lausn um stundarsakir eins og ríkissaksóknari fer fram á. Áminningarvaldið er ekki hjá ríkissaksóknara og sannast sagna er dapurlegt að sá aðili sem gegnir svo mikilvægu embætti sé í villu um þetta grundvallaratriði.“
Í kjölfarið er rakinn æskilegur tímarammi á milli áminningar og þess að embættismanni sé vikið úr starfi. Kemur fram að sá sé almennt 12 til 24 mánuðir en tæp tvö ár séu frá því að Helgi var áminntur. Þetta sé þó breytilegt eftir háttsemi.
Þá er réttur Helga til tjáningarfrelsis rakinn og bent á að þrátt fyrir stöðu sína sem vararíkissaksóknari séu honum tryggð grundvallarréttindi í þeim efnum. Skipti máli hvort ummælin tengist starfi embættismanns eða hvort hann komi fram fyrir hönd stjórnvalds til dæmis. Fáar skorður séu settar um persónulegar skoðanir embættismanna. Einnig er bent á að það geti haft kælandi áhrif á umræðu opinberra starfsmanna að tjáning þeirra sé takmörkuð.
„Umbjóðandi minn byggir á því að ummæli hans og skoðanir njóti tjáningarfrelsisverndar samkvæmt stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Við mat á því hvort tjáning sé leyfileg verður einnig að meta hvort efni þeirra hafi talist „þáttur í þjóðfélagsumræðu“ og eigi „erindi til almennings“, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 103/2014. Í slíkum tilvikum gildir sérstaklega rúmt tjáningarfrelsi.“
Þá hafi Helgi sérstaklega rúmt tjáningarfrelsi sem brotaþoli en hann lýsti því í fjölmiðlum að hann og fjölskylda hans hefðu orðið fyrir hótunum frá títt ræddum Kourani sem hefur verið dæmdur til fangelsisvistar.
„Með hinum umþrættu ummælum var umbjóðandi minn að tjá persónulegar skoðanir sínar. Ekkert í starfslýsingu umbjóðanda míns kveður á um að hann skuli þola líflátshótanir og megi ekki tjá sig um þær, í þröngu eða rúmu samhengi.
Ef svo ólíklega vill til að komist verði að þeirri niðurstöðu að ummælin hafi verið látin falla innan starfs umbjóðanda míns sem vararíkissaksóknara þá er á því byggt að ummælin njóti engu að síður tjáningarfrelsisverndar. Því til stuðnings vísast enn og aftur til athugasemda frumvarps sem síðar varð að lögum nr. 71/2019:
Af því sem að framan hefur verið rakið er ljóst að ríkisstarfsmönnum er að ákveðnu marki heimilt að setja fram gagnrýni á atriði innan síns starfssviðs án þess að fara út fyrir þau mörk sem tjáningarfrelsi þeirra eru sett af trúnaðar- og hollustuskyldum laga nr. 70/1996. Af framangreindum reglum leiðir einnig að yfirmönnum stofnana er óheimilt í skjóli stjórnunarheimilda sinna að setja tjáningarfrelsi starfsmanna sinnaþrengri skorður en leiðir af þessum reglum.“
Í lok bréfsins er bent á að ekki sé um andmælabréf að ræða enda hafi Helga ekki verið veittur andmælaréttur. Verði honum veittur slíkur megi vænta ítarlegri athugasemda.