Danir völtuðu yfir Alfreð og Þjóðverja

Ólympíuleikarnir í París | 11. ágúst 2024

Danir völtuðu yfir Alfreð og Þjóðverja

Danmörk er ólympíumeistari karla í handbolta eftir sigur á Þýskalandi, 39:26, í úrslitaleik í Lille í dag. Alfreð Gíslason þjálfar Þýskaland, sem verður að sætta sig við silfur.

Danir völtuðu yfir Alfreð og Þjóðverja

Ólympíuleikarnir í París | 11. ágúst 2024

Alfreð Gíslason
Alfreð Gíslason mbl.is/Kristinn Magnússon

Danmörk er ólympíumeistari karla í handbolta eftir sigur á Þýskalandi, 39:26, í úrslitaleik í Lille í dag. Alfreð Gíslason þjálfar Þýskaland, sem verður að sætta sig við silfur.

Danmörk er ólympíumeistari karla í handbolta eftir sigur á Þýskalandi, 39:26, í úrslitaleik í Lille í dag. Alfreð Gíslason þjálfar Þýskaland, sem verður að sætta sig við silfur.

Jafnræði var með liðunum fyrstu tíu mínúturnar og var staðan 6:5 fyrir Dani eftir tíu mínútna leik. Eftir það tóku Danir öll völd í leiknum.

Var munurinn orðinn sex mörk þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður, 13:6, og tíu þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik, 19:9. Að lokum munaði níu mörkum í hálfleik, 21:12.

Danir gáfu svo Þjóðverjum engin færi á sér í seinni hálfleik og héldu áfram að auka muninn. Þegar upp var staðið munaði 13 mörkum á liðunum og Danir verðskuldaðir ólympíumeistarar.

Mathias Gidsel fór á kostum í danska liðinu og skoraði ellefu mörk. Magnus Landin gerði sjö og Simon Pytlick sex.

Juri Knorr skoraði sex fyrir Þýskaland og þeir Renars Uscins og Jannik Kohlbacher fjögur hvor.

Þýskaland 26:39 Danmörk opna loka
60. mín. Leik lokið Danir eru Ólympíumeistarar. Sannarlega verðskuldað og lærisveinar Alfreðs fá silfur.
mbl.is