Vinsælasta grillsósa sumarsins í nokkrum útgáfum

Uppskriftir | 11. ágúst 2024

Vinsælasta grillsósa sumarsins í nokkrum útgáfum

Chimichurri er án efa ein vinsælasta grillsósa sumarsins enda ómótstæðilega bragðgóð, fersk og holl. Kryddjurtir spila aðalhlutverkið í chimichurri-sósunni og það er nóg úrval af þeim í flestum matvöruverslunum landsins. Síðan er líka dásamlegt að gera sér ferð út á land og heimsækja gróðurhúsin og kaupa beint af býli nýjar og ferskar kryddjurtir þar sem þær eru í boði. Má þar meðal annars nefna Friðheima og Ártanga en ég hef mikla unun af því að heimsækja gróðurhúsin og kaupa mér ferskar og safaríkar kryddjurtir og nýja uppskeru af grænmeti. Nú er rétti tíminn til að næla sér í nýja íslenska uppskeru af grænmeti um land allt.

Vinsælasta grillsósa sumarsins í nokkrum útgáfum

Uppskriftir | 11. ágúst 2024

Chimichurri er án efa ein vinsælasta grillsósa sumarsins.
Chimichurri er án efa ein vinsælasta grillsósa sumarsins. Samsett mynd

Chimichurri er án efa ein vinsælasta grillsósa sumarsins enda ómótstæðilega bragðgóð, fersk og holl. Kryddjurtir spila aðalhlutverkið í chimichurri-sósunni og það er nóg úrval af þeim í flestum matvöruverslunum landsins. Síðan er líka dásamlegt að gera sér ferð út á land og heimsækja gróðurhúsin og kaupa beint af býli nýjar og ferskar kryddjurtir þar sem þær eru í boði. Má þar meðal annars nefna Friðheima og Ártanga en ég hef mikla unun af því að heimsækja gróðurhúsin og kaupa mér ferskar og safaríkar kryddjurtir og nýja uppskeru af grænmeti. Nú er rétti tíminn til að næla sér í nýja íslenska uppskeru af grænmeti um land allt.

Chimichurri er án efa ein vinsælasta grillsósa sumarsins enda ómótstæðilega bragðgóð, fersk og holl. Kryddjurtir spila aðalhlutverkið í chimichurri-sósunni og það er nóg úrval af þeim í flestum matvöruverslunum landsins. Síðan er líka dásamlegt að gera sér ferð út á land og heimsækja gróðurhúsin og kaupa beint af býli nýjar og ferskar kryddjurtir þar sem þær eru í boði. Má þar meðal annars nefna Friðheima og Ártanga en ég hef mikla unun af því að heimsækja gróðurhúsin og kaupa mér ferskar og safaríkar kryddjurtir og nýja uppskeru af grænmeti. Nú er rétti tíminn til að næla sér í nýja íslenska uppskeru af grænmeti um land allt.

Búin að þróa mína uppáhalds

Ég er búin að þróa mína uppáhaldsuppskrift að chimichurri sem ég geri mjög oft en hún er frábær með hvers kyns steikum, sérstaklega góð með lambalundum og grilluðum fiski eins og bleikju, nýveiddum laxi og stórlúðu.

Hér er ég búin að taka saman nokkrar útgáfur af chimichurri-sósunni og heiðurinn af uppskriftunum eiga Davíð Örn Hákonarson matreiðslumeistari hjá Skreið, Hrefna Rósa Sætran matreiðslumeistari og veitingahúseigandi, Eyþór Rúnarsson matreiðslumeistari og yfirkokkur hjá Múlakaffi, Viktor Örn Andrésson matreiðslumeistari og einn eigenda Sælkerabúðarinnar og loks er það mín uppáhalds.

Chimichurri-sósan hans Davíðs 

Girnilegt hjá Davíð.
Girnilegt hjá Davíð. mbl.is/Ásdís

Chimichurri-sósan hans Davíðs

  • ½ pk. VAXA-kórí­and­er
  • 2 box VAXA-stein­selja
  • 1 grein rós­marín
  • 6 grein­ar óreg­anó
  • ½ grænn eldpip­ar
  • ½ geiri hvít­lauk­ur
  • 3 msk. rauðvín­se­dik
  • 2 dl OMED-ólífu­olía – fæst á Skreið
  • Salt eftir smekk

Aðferð:

Setjið öll hrá­efn­in sam­an í bland­ara og smakkið til með salti.

Chimichurri-dressingin hans Eyþórs  

Ómótstæðilega góð með grilluðum steikum.
Ómótstæðilega góð með grilluðum steikum. mbl.is/Hákon

Chimichurri-dressingin hans Eyþórs

  • 170 ml ólífu­olía
  • 30 ml rauðvín­se­dik
  • 3 stk. fínt skorn­ir skalotlaukar
  • 1 stk. fínt rif­inn hvít­lauk­ur
  • 2 stk. tóm­at­ar skorn­ir í ten­inga
  • 20 g stein­selja fínt skor­in
  • 1 tsk. óreg­anó
  • ½ tsk. chili­duft
  • 1 tsk. paprika
  • 1 tsk. kummín
  • 1 msk. hlyns­íróp
  • sjáv­ar­salt eft­ir smekk
  • svart­ur pip­ar úr kvörn eft­ir smekk

Aðferð:

Blandið ólífu­olíu og ed­iki sam­an með písk. Bætið af­gang­in­um af hrá­efn­inu út í og smakkið til með salti og pip­ar.

Látið standa inni í kæli í minnst tvær klukku­stund­ir fyr­ir notk­un.

Svona gerir Hrefna Sætran chimichurri-sósuna

Hrefna Rósa Sætran er með greipaldin í sinni chimichurri.
Hrefna Rósa Sætran er með greipaldin í sinni chimichurri. Ljósmynd/Björn Árnason

Greipald­in-chimichurri-sósan hennar Hrefnu Sætran

  • ½ búnt kórí­and­er
  • ½ búnt stein­selja
  • 3 hvít­lauksrif
  • ½ stk. rauðlauk­ur
  • ½ bolli olía
  • ¼ bolli greipald­insafi
  • 1 tsk. rauðar chiliflög­ur
  • salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Setjið kryd­d­jurtirn­ar og lauk­ana í bland­ara og maukið vel sam­an.
  2. Bætið ol­í­u og greip­saf­a út í og mauk­ið vel áfram, not­ið end­ana sem þið skáruð af til að gera sneiðar og kreist­ið saf­ann úr þeim.
  3. Krydd­ið svo með chili­f­lög­um, salti og pip­ar.

Chimichurri-sósan hans Viktors

Chimichurri sósan passar vel með nánast öllum grillmat.
Chimichurri sósan passar vel með nánast öllum grillmat. mbl.is/Eyþór

Chimichurri-sósan hans Viktors

  • 1 búnt stein­selja
  • 1 búnt kórí­and­er
  • 400-500 ml ólífu­olía
  • 2 hvít­lauks­geir­ar
  • sítr­ónusafi og börkur af einni sítr­ónu
  • 2-5 stk. fínt saxað chili eft­ir smekk
  • 1 msk. gróft salt

Aðferð:

  1. Blandið sam­an öllu græn­met­inu og maukið vel sam­an.
  2. Bragðbætið með grófu salti eft­ir smekk.

Chimichurri-sósan mín sem er uppáhalds

Chimichurri sósan ljúfa.
Chimichurri sósan ljúfa. Ljósmynd/Sjöfn

Chimichurri-sósa Sjafnar

  • 1 stk. skalottlaukur, smátt saxaður
  • 1 stk. rautt jalapenó, smátt saxað
  • 3-4 hvítlauksgeirar, skera í þunnar sneiðar eða smátt skorna bita
  • ½ bolli rauðvínsedik
  • 1 tsk. saltflögur, má vera meira
  • ½ bolli fínsaxað ferskt kóríander, lauf og stilkar
  • ¼ bolli fínt söxuð fersk steinselja, lauf og stilkar
  • 2 msk. fínt skorin fersk óreganólauf
  • 1-2 greinar rósmarín, smátt saxað
  • ¾ bolli extra virgin ólífuolía

Aðferð:

  1. Blandið saman skalotlauk, jalapenó, hvítlauksrifjum, rauðvínsediki og saltflögum í mortéli og merjið vel saman.
  2. Látið sitja í 10 mínútur.
  3. Hrærið síðan saman kóríander,  steinselju, rósmarín og óreganó og bætið við í mortélið.
  4. Þeytið ólífuolíuna út í með gaffli.
  5. Setjið dressinguna í gott ílát eða skál og geymið í kæli fyrir notkun.
mbl.is