Dolce & Gabbana gefur út umdeilt lúxus ilmvatn fyrir hunda

Hönnun | 12. ágúst 2024

Dolce & Gabbana gefur út umdeilt lúxus ilmvatn fyrir hunda

Tískuhúsið Dolce & Gabbana hefur sett á markað nýjung sem vakið hefur þó nokkra athygli. Varan sem um ræðir er lúxus ilmvatn sem er sérstaklega hannað fyrir hunda. 

Dolce & Gabbana gefur út umdeilt lúxus ilmvatn fyrir hunda

Hönnun | 12. ágúst 2024

Ilmvatnið ber heitið Fefé til heiðurs púðluhundi Domenico Dolce.
Ilmvatnið ber heitið Fefé til heiðurs púðluhundi Domenico Dolce. Samsett mynd

Tískuhúsið Dolce & Gabbana hefur sett á markað nýjung sem vakið hefur þó nokkra athygli. Varan sem um ræðir er lúxus ilmvatn sem er sérstaklega hannað fyrir hunda. 

Tískuhúsið Dolce & Gabbana hefur sett á markað nýjung sem vakið hefur þó nokkra athygli. Varan sem um ræðir er lúxus ilmvatn sem er sérstaklega hannað fyrir hunda. 

Ilmvatnið kallast Fefé og var sett á markað til heiðurs púðluhundi Domenico Dolce. Fram kemur á vefsíðu Dolce & Gabbana að 100 millilítra flaska kosti 108 bandaríkjadali, eða sem nemur tæpum 15 þúsund krónum á gengi dagsins í dag. 

Þrátt fyrir að ilmvatnið hafi hlotið vottun um að það sé hentugt fyrir dýr þá eru dýralæknar og gæludýraeigendur ekki sammála um hvort það sé öruggt eða viðeigandi að spreyja ilmvatni á hunda.

Í fréttatilkynningu frá tískuhúsinu kom fram að ilmvatnið standist kröfur Safe Pet Cosmetics sem ætlað er að tryggja öryggi snyrtivara fyrir dýr. Þá kemur einnig fram að ilmurinn þyki mildur og hafi verið samþykktur af dýralæknum.

Gæti hulið mikilvægar vísbendingar um sjúkdóma

Hins vegar virðast ekki allir dýralæknar vera hrifnir af notkun ilmvatna fyrir hunda og hafa bent á að það geti truflað lyktarskyn dýrsins og hylji lykt sem gæti gefið mikilvægar vísbendingar um sjúkdóma, bæði fyrir eigendur en líka dýralækna. 

„Hundar þekkja sjálfa sig út frá lykt, þeir þekkja manneskjur út frá lykt,“ segir Frederico Coccía, dýralæknir í Róm, í samtali við Fast Company. „Þegar hundurinn kemur, þá sér hann þig, dillir skottinu, en finnur fyrst lyktina af þér og þekkir þig svo vegna þess að þú ert geymdur ofan í einni af „lyktarskúffum“ hans. Þess vegna ætti ekki að breyta þessum lyktarheimi hunda,“ bætir hann við. 

Þrátt fyrir áhyggjur dýralækna hefur ilmvatnið vakið lukku á meðal hundasnyrta, en Aliof Rilova Tano, hundasnyrtir í Róm, segist vera almennt hlynntur því að nota ilmefni fyrir gæludýr. „Hundarnir okkar búa hjá okkur, svo það er notalegt ef lítill hundur heima í sófanum við hliðina á okkur er með ilmvatn,“ segir hann. 

Ekki eru allir sammála um notkun ilmvatna fyrir gæludýr.
Ekki eru allir sammála um notkun ilmvatna fyrir gæludýr. Ljósmynd/Dolcegabbana.com
mbl.is