Leitar ráðgjafar innan sem utan ráðuneytisins

Vararíkissaksóknari áminntur | 12. ágúst 2024

Leitar ráðgjafar innan sem utan ráðuneytisins

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra leitar ráðgjafar innan og utan ráðuneytisins vegna máls Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara.

Leitar ráðgjafar innan sem utan ráðuneytisins

Vararíkissaksóknari áminntur | 12. ágúst 2024

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra ætlar ekki að tjá sig um málið …
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra ætlar ekki að tjá sig um málið meðan það er til skoðunar í ráðuneytinu. Samsett mynd

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra leitar ráðgjafar innan og utan ráðuneytisins vegna máls Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara.

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra leitar ráðgjafar innan og utan ráðuneytisins vegna máls Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara.

Hún ætlar ekki að tjá sig um málið á meðan það er til skoðunar í ráðuneytinu. Þetta sagði hún á Bylgjunni í morgun.

Í síðasta mánuði lagði ríkissaksóknarinn Sigríður J. Friðjónsdóttir til við dómsmálaráðherra að Helgi Magnús yrði leystur frá störfum tímabundið sökum þess að hann hefði ekki bætt ráð sitt eftir að hann var áminntur fyrir tveimur árum fyrir orðfæri sitt í opinberri umræðu. 

Heimild til tjáningarfrelsis

Helgi Magnús andmælir þessu og greindi lögmaður hans frá því í gær að ríkissaksóknari hefði ekki heimild til þess að veita honum áminningu eða víkja honum úr starfi. Hann segir ummælin, sem Helgi lét falla, falla undir heimild til tjáningarfrelsis.

Hjálparsamtökin Solaris kærðu Helga Magnús í síðasta mánuði vegna ummæla sem hann lét falla vegna máls Mohamad Kourani sem ofsótti hann og fjölskyldu hans.

Þá kærðu Samtökin ‘78 hann fyrir tveimur árum vegna þess að hann spurði í Facebook-færslu hvort það væri skortur á hommum á Íslandi og var hann áminntur í kjölfarið.

mbl.is