Minntist föður síns í einlægri færslu

Poppkúltúr | 12. ágúst 2024

Minntist föður síns í einlægri færslu

Í gær voru liðin tíu ár frá því að stórleikarinn Robin Williams kvaddi þennan heim. 

Minntist föður síns í einlægri færslu

Poppkúltúr | 12. ágúst 2024

Zachary Pym Williams var 31 árs gamall þegar leikarinn lést.
Zachary Pym Williams var 31 árs gamall þegar leikarinn lést. Skjáskot/Instagram

Í gær voru liðin tíu ár frá því að stórleikarinn Robin Williams kvaddi þennan heim. 

Í gær voru liðin tíu ár frá því að stórleikarinn Robin Williams kvaddi þennan heim. 

Sonur Williams, Zachary Pym Williams, minntist látins föður síns í einlægri færslu á Instagram-síðu sinni á sunnudag. 

„Pabbi, það er erfitt að trúa því að tíu ár séu liðin. Í dag hugsa ég um þá ómældu ást og hlýju sem þú veittir okkur sem og öllum sem þú kynntist. Þú hvetur mig áfram á hverjum einasta degi,“ skrifaði hann meðal annars við mynd af föður sínum í hlutverki geimverunnar Mork úr gamanþáttaseríunni Mork & Mindy

Williams fannst látinn á heimili sínu í Tiburon í Kaliforníu þann 11. ágúst 2014. Leikarinn, þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Jumanji, Dead Poets Society, Good Will Hunting, Mrs. Doubtfire og Good Morning, Vietnam, féll fyrir eigin hendi aðeins 63 ára gamall. 

Tveimur árum fyrir andlátið hafði hann greinst með Lewy body-heilabilun. 

mbl.is