Carbfix er búið að dæla niður um 100 tonnum af koltvísýringi í berglög í Helguvík í Reykjanesbæ. Um er að ræða tilraunaverkefni sem ber yfirskriftina Sæberg, en notast er við sjávarvatn frekar en ferskvatn til varanlegar bindingar í fyrsta sinn.
Carbfix er búið að dæla niður um 100 tonnum af koltvísýringi í berglög í Helguvík í Reykjanesbæ. Um er að ræða tilraunaverkefni sem ber yfirskriftina Sæberg, en notast er við sjávarvatn frekar en ferskvatn til varanlegar bindingar í fyrsta sinn.
Carbfix er búið að dæla niður um 100 tonnum af koltvísýringi í berglög í Helguvík í Reykjanesbæ. Um er að ræða tilraunaverkefni sem ber yfirskriftina Sæberg, en notast er við sjávarvatn frekar en ferskvatn til varanlegar bindingar í fyrsta sinn.
Þetta segir Einar Magnús Einarsson, verkefnisstjóri Sæberg hjá Carbfix, í samtali við mbl.is.
Uppbyggingarfasinn tók meira og minna allt síðasta ár og fyrstu niðurdælingar hófust í október 2023. Verkefninu seinkaði þó smávegis og hófust því reglulegar niðurdælingar í byrjun árs.
Aðferðin sem Carbfix notar til kolefnisbindingar felst í því að leysa koldíoxíð í vatn og dæla því niður í basaltberg þar sem það steinrennur og binst varanlega. Í þessu verkefni er reynt að sýna fram á að unnt sé að nota sjó í stað ferskvatns, enda myndi það fjölga til muna þeim svæðum þar sem hægt er að beita aðferðinni.
„Staðan hjá okkur núna er að við höfum verið að dæla nokkuð reglulega allt þetta ár og höfum verið að taka mælingar, mælipunkta allan þennan tíma,“ segir Einar og bætir við:
„Við erum í raun ekki komin með nægilega mikið af gögnum til að geta verið komin með afdráttarlausa niðurstöðu.“
Spurður hvort að þær mælingar sem fyrir liggja bendi til þess að hægt sé að nota sjó segir Einar:
„Þær mælingar sem hafa verið yfirfarnar, það er ekkert sem bendir til annars en að það sé raunin,“ segir Einar.
Hann segir spurninguna vera frekar hvernig, ekki hvort, að þetta virki. Áfram þurfi að mæla hvernig steinrenningin hagar sér öðruvísi með sjó frekar en ferskvatni.
„Almennt erum við mjög sáttir með verkefnið,“ segir Einar.
Áður en verkefnið í Helguvík fór af stað hafði verið látið reyna á þessi kenningu – að nota sjó frekar en ferskvatn – í tilraunastofu og átti það að virka.
Flutt er inn koltvísýringur frá svissneskum iðnaði í gámum landleiðina til Rotterdam og þaðan með skipum til Íslands.
Engin lokadagsetning er á því hvenær verkefninu lýkur en það verður að lágmarki út árið.
Einar minnir á það að lokum að ef þessum koltvísýringi væri ekki dælt niður þá væri hann annars í andrúmsloftinu.
Sæberg er samvinnuverkefni Carbfix, ETH í Zurich, Háskóla Íslands, ÍSOR, háskólanna í Genf og Lausanne og University College London. Reykjanesbær er auk þeirra þátttakandi í verkefninu með því að veita Carbfix aðstöðu í Helguvík.