Dásamlega góðir og klístraðir kóreskir kjúklingabitar

Uppskriftir | 13. ágúst 2024

Dásamlega góðir og klístraðir kóreskir kjúklingabitar

Þessi kóreski kjúklingaréttur er algjört sælgæti. Ég prófaði hann á dögunum og varð ekki fyrir vonbrigðum. Heiðurinn af uppskriftinni á Andrea Gunnarsdóttir sem heldur úti matarbloggi á uppskriftasíðu sinni hér. Kóreskur matur er í miklu uppáhaldi hjá henni og hefur þessi kóreski kjúklingur oft verið eldaður á hennar heimili þar sem hann er í miklu uppáhaldi og  einfaldur að útbúa. Þetta er ekta snakk matur sem hægt er að bjóða upp á þegar horft er til dæmis á kappleiki á skjánum eða þegar ykkur langar að vera með nokkrar smárétti. Kjúklingurinn er bragðmikill og mátulega klístraður, þannig að þig langar til helst til að sleikja fingurnar og njóta sósunnar enn frekar.

Dásamlega góðir og klístraðir kóreskir kjúklingabitar

Uppskriftir | 13. ágúst 2024

Ómótstæðilega góður kóreskur kjúklingur sem bragð er af.
Ómótstæðilega góður kóreskur kjúklingur sem bragð er af. Ljósmynd/Andrea Gunnarsdóttir

Þessi kóreski kjúklingaréttur er algjört sælgæti. Ég prófaði hann á dögunum og varð ekki fyrir vonbrigðum. Heiðurinn af uppskriftinni á Andrea Gunnarsdóttir sem heldur úti matarbloggi á uppskriftasíðu sinni hér. Kóreskur matur er í miklu uppáhaldi hjá henni og hefur þessi kóreski kjúklingur oft verið eldaður á hennar heimili þar sem hann er í miklu uppáhaldi og  einfaldur að útbúa. Þetta er ekta snakk matur sem hægt er að bjóða upp á þegar horft er til dæmis á kappleiki á skjánum eða þegar ykkur langar að vera með nokkrar smárétti. Kjúklingurinn er bragðmikill og mátulega klístraður, þannig að þig langar til helst til að sleikja fingurnar og njóta sósunnar enn frekar.

Þessi kóreski kjúklingaréttur er algjört sælgæti. Ég prófaði hann á dögunum og varð ekki fyrir vonbrigðum. Heiðurinn af uppskriftinni á Andrea Gunnarsdóttir sem heldur úti matarbloggi á uppskriftasíðu sinni hér. Kóreskur matur er í miklu uppáhaldi hjá henni og hefur þessi kóreski kjúklingur oft verið eldaður á hennar heimili þar sem hann er í miklu uppáhaldi og  einfaldur að útbúa. Þetta er ekta snakk matur sem hægt er að bjóða upp á þegar horft er til dæmis á kappleiki á skjánum eða þegar ykkur langar að vera með nokkrar smárétti. Kjúklingurinn er bragðmikill og mátulega klístraður, þannig að þig langar til helst til að sleikja fingurnar og njóta sósunnar enn frekar.

Djúpsteiktur kjúklingur á kóreskan máta

  • 900 g kjúklingabringur, skornar í 2 cm bita
  • ½ bolli kornsterkja
  • ¼ bolli hveiti
  • 2 egg, upphrærð
  • 1/3 bolli Gochujang paste (fæst m.a. í asískum búðum og Álfheimabúðinni)
  • ¼  bolli púðursykur
  • 3 msk. hrísgrjónaedik
  • 2 msk. sojasósa
  • Olía til steikingar

Aðferð:

  1. Hitið olíu í djúpum potti þar til hún er 180°C heit.
  2. Blandið saman Gochujang paste, hrísgrjónaediki, púðursykri og sojasósu í rúmgóðri skál.
  3. Veltið kjúklingnum upp úr hveiti, næst eggi og að lokum kornsterkju.
  4. Djúpsteikið í 3-4 mínútur í nokkrum skömmtum.
  5. Látið renna af kjúklingnum á bökunarpappír.
  6. Þegar allur kjúklingurinn hefur verið steiktur eru bitarnir allir settir aftur í pottinn og steikt áfram í 2 mínútur.
  7. Látið renna af kjúklingnum aftur og færið hann í skálina með sósunni.
  8. Hjúpið kjúklinginn með sósunni, færið yfir í minni skál og stráið sesamfræjum yfir.
  9. Berið strax fram og njótið.
mbl.is