Til þess að vekja athygli á Ólympíuleikum fatlaðra er íþróttafélagið Ösp í samstarfi við franska sendiráðið að taka þátt í skemmtiskokki Reykjavíkurmaraþonsins.
Til þess að vekja athygli á Ólympíuleikum fatlaðra er íþróttafélagið Ösp í samstarfi við franska sendiráðið að taka þátt í skemmtiskokki Reykjavíkurmaraþonsins.
Til þess að vekja athygli á Ólympíuleikum fatlaðra er íþróttafélagið Ösp í samstarfi við franska sendiráðið að taka þátt í skemmtiskokki Reykjavíkurmaraþonsins.
Þátttakan er sömuleiðis fjáröflun fyrir Ösp en að sögn formanns þess, Helgu Hákonardóttur, þarf félagið að treysta á styrki til þess að halda sér á floti og halda því þjónustustigi sem þau þar vilja hafa.
Þetta verður í fyrsta sinn í 20 ár sem félagið er að taka þátt í maraþoninu en það verður haldið 24. ágúst.
„Enginn getur allt en allir geta eitthvað,“ segir Helga vera einkunnarorð félagsins í samtali við blaðamann mbl.is.
Hún segir íþróttafélagið, sem sé fyrst og fremst fyrir fatlað fólk, vera án aðgreiningar og að þangað séu allir velkomnir, hvort sem viðkomandi sé fatlaður eða ekki.
Henni þyki staðreyndin að innan við 4% fatlaðra barna á Íslandi æfi íþróttir vera sorglega.
Þau í Ösp hafa lengi hjálpað til við Reykjavíkurmaraþonið en þá hjálpa þau til á mismunandi sviðum.
„Þetta er ógeðslega skemmtilegt starf, það er bæði gaman að vinna við Reykjavíkurmaraþonið og taka þátt í því,“ segir formaðurinn.
Aðspurð segir hún fjáröflun þeirra ekki hafa gengið nógu vel en að hingað til hafi félagið safnað 11.000 krónum.
Hægt er að heita á þau hér.