Lést aðeins örfáum vikum eftir sjötta brúðkaup sitt

Instagram | 13. ágúst 2024

Lést aðeins örfáum vikum eftir sjötta brúðkaup sitt

Austurríski milljarðamæringurinn Richard Lugner er látinn 91 árs að aldri. Hann lést á heimili sínu í Vínarborg í gærdag. Að sögn frönsku fréttastofunnar Agence France-Presse hafði heilsu Lugner hnignað á síðustu vikum.

Lést aðeins örfáum vikum eftir sjötta brúðkaup sitt

Instagram | 13. ágúst 2024

Brúðkaup parsins vakti mikla athygli.
Brúðkaup parsins vakti mikla athygli. Samsett mynd

Austurríski milljarðamæringurinn Richard Lugner er látinn 91 árs að aldri. Hann lést á heimili sínu í Vínarborg í gærdag. Að sögn frönsku fréttastofunnar Agence France-Presse hafði heilsu Lugner hnignað á síðustu vikum.

Austurríski milljarðamæringurinn Richard Lugner er látinn 91 árs að aldri. Hann lést á heimili sínu í Vínarborg í gærdag. Að sögn frönsku fréttastofunnar Agence France-Presse hafði heilsu Lugner hnignað á síðustu vikum.

Aðeins tveimur mánuðum fyrir andlátið gekk Lugner að eiga sjöttu eiginkonu sína, Simone Reiländer. Talsverður aldursmunur var á parinu en Lugner var heilum 49 árum eldri en eiginkona sín. 

Parið gifti sig í ráðhúsi Vínarborg þann 1. júní síðastliðinn. 

Karl Nehammer, kanslari Austurríkis, minntist Lugner á samfélagsmiðlinum X á mánudag og birti mynd af sér ásamt Lugner og Priscillu Presley. Myndin var tekin á árlegu óperuballi í Vínarborg sem Lugner sótti reglulega í gegnum árin. 

mbl.is