Refur rýkur yfir Svartsengi með fýl í kjafti

Krúttleg dýr | 13. ágúst 2024

Refur rýkur yfir Svartsengi með fýl í kjafti

Íslenska náttúran býður oft upp á magnað sjónarspil og því fékk Viðar Arason, starfsmaður HS Orku, að kynnast fyrr í dag.

Refur rýkur yfir Svartsengi með fýl í kjafti

Krúttleg dýr | 13. ágúst 2024

Hvítleitur refurinn sker sig svo sannarlega úr í hrauninu.
Hvítleitur refurinn sker sig svo sannarlega úr í hrauninu. Ljósmynd/Skjáskot

Íslenska náttúran býður oft upp á magnað sjónarspil og því fékk Viðar Arason, starfsmaður HS Orku, að kynnast fyrr í dag.

Íslenska náttúran býður oft upp á magnað sjónarspil og því fékk Viðar Arason, starfsmaður HS Orku, að kynnast fyrr í dag.

Náði Viðar myndbandi af því er refur rauk með bráð sína í kjafti yfir Svartsengi í Grindavík.

Hljóp í átt að sprungunni hjá Hagafelli

„Það var magnað að horfa á refinn hlaupa yfir úfið hraunið sem er rosalega hvasst og erfitt yfirferðar,“ segir Viðar í samtali við mbl.is

Segir hann enn töluverðan hita vera í hrauninu og að refurinn hafi einmitt verið að hlaupa í átt að sprungunni hjá Hagafelli.

Nefnir Viðar að upphaflega hafi hann haldið að refurinn hafi verið með kanínu í kjaftinum en við nánari skoðun telur hann að um fýl sé að ræða.

„Þetta er líklega fýll. Uppi á Þorbirni, fjallinu, þar er mikið af fýl og hann verpir í klettunum þar upp frá. Þannig að hann er líklega að koma niður úr Þorbirni og er að fara í grenið sitt.“

mbl.is