Útbreiðsla makríls í íslenskri landhelgi ein sú minnsta

Makrílveiðar | 13. ágúst 2024

Útbreiðsla makríls í íslenskri landhelgi ein sú minnsta

Útbreiðsla makríls í íslenskri landhelgi er sú minnsta sem mælst hefur. Þá mældist makríll á fimm af 43 yfirborðstogstöðvum sem allar nema ein voru staðsettar fyrir suðaustan landið.

Útbreiðsla makríls í íslenskri landhelgi ein sú minnsta

Makrílveiðar | 13. ágúst 2024

Makríll mældist á fimm af 43 yfirborðstogstöðvum.
Makríll mældist á fimm af 43 yfirborðstogstöðvum. Ljósmynd/aðsend

Útbreiðsla makríls í íslenskri landhelgi er sú minnsta sem mælst hefur. Þá mældist makríll á fimm af 43 yfirborðstogstöðvum sem allar nema ein voru staðsettar fyrir suðaustan landið.

Útbreiðsla makríls í íslenskri landhelgi er sú minnsta sem mælst hefur. Þá mældist makríll á fimm af 43 yfirborðstogstöðvum sem allar nema ein voru staðsettar fyrir suðaustan landið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafrannsóknarstofnun.

Rannsóknarskipið Árni Friðriksson lauk alþjóðlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri í Norðurhöfum fyrr í ágúst og skilaði bráðabirgðaniðurstöðum úr leiðangrinum.

Makríllinn var stór

Mælingarnar hófust sumarið 2010 en á þremur af þeim fimm stöðvum þar sem makríll mældist veiddust einungis fáeinir fiskar en aflinn var 1.7 tonn og 10.3 tonn á hinum tveimur stöðvunum. Makríllinn var stór með meðallengd 40 cm og meðalþyngd 550 g.

Þá segir í tilkynningunni að líkt og undanfarin ár var norsk-íslenska vorgotssíld að finna á mörgum togstöðvum fyrir norðan og austan landið. Minna hafi fengist af íslenskri sumargotssíld á landgrunninu fyrir sunnan og vestan landið þar sem einungis fáeinir fiskar hafi fengist á þremur stöðvum. 

mbl.is