Jói Fel bað Kristínar Evu – hún sagði já!

Brúðkaup | 14. ágúst 2024

Jói Fel bað Kristínar Evu – hún sagði já!

Bakarinn Jóhannes Felixson, Jói Fel, bað kærustu sinnar, Kristínar Evu Sveinsdóttur, á Miami-ströndinni í Flórída í Bandaríkjunum. Hún sagði já. Kristín Eva fagnaði 50 ára afmæli sínu 13. ágúst og notaði bakarinn tækifærið og óskaði eftir því að þau myndu giftast. 

Jói Fel bað Kristínar Evu – hún sagði já!

Brúðkaup | 14. ágúst 2024

Bakarinn Jóhannes Felixson, Jói Fel, bað kærustu sinnar, Kristínar Evu Sveinsdóttur, á Miami-ströndinni í Flórída í Bandaríkjunum. Hún sagði já. Kristín Eva fagnaði 50 ára afmæli sínu 13. ágúst og notaði bakarinn tækifærið og óskaði eftir því að þau myndu giftast. 

Bakarinn Jóhannes Felixson, Jói Fel, bað kærustu sinnar, Kristínar Evu Sveinsdóttur, á Miami-ströndinni í Flórída í Bandaríkjunum. Hún sagði já. Kristín Eva fagnaði 50 ára afmæli sínu 13. ágúst og notaði bakarinn tækifærið og óskaði eftir því að þau myndu giftast. 

Parið fór til Bandaríkjanna í síðustu viku þar sem Kristín Eva keppti í fitness. Parið hefur sameiginlegan líkamsræktaráhuga en í viðtali við Guðrúnu Selmu Sigurjónsdóttur í Heilsublaði Morgunblaðsins í fyrra sagði Jói Fel frá því hvað það væri mikilvægt að hafa góðan æfingafélaga. 

„Ég og unn­usta mín æfum sex sinn­um í viku sam­an, stund­um sjö sinn­um. Ég reyni að fara á hverj­um degi á æf­ingu en er ekki nema einn til einn og hálf­an tíma á dag. Kon­an er reynd­ar miklu flott­ari og betri. Hún er marg­fald­ur Íslands­meist­ari í fit­n­ess, hún er til dæm­is nú­ver­andi Íslands­meist­ari í icef­it­n­ess.

Hún vann all­ar þraut­ir sem voru í boði, vann sam­an­b­urð og tók til dæm­is 90 arm­beygj­ur, geri aðrir bet­ur. Hún vann allt sem hægt var að vinna á þessu móti. Æfing­ar eru ekki áhuga­mál hjá mér, meira svona lífs­stíll. Áhuga­mál mín eru af öðrum toga, ég mála mikið og teikna mikið og spila smá golf á sumr­in.“

Kristín Eva Sveinsdóttir og Jói Fel. Myndin var tekin fyrir …
Kristín Eva Sveinsdóttir og Jói Fel. Myndin var tekin fyrir Heilsublað Morgunblaðsins í fyrra. mbl.is/Arnþór Birkisson

Í viðtalinu var hann spurður að því hvað gæfi lífinu gildi og það stóð ekki á svörunum: 

„Núið er best, ekki horfa of langt fram í tím­ann og njóta dags­ins í dag enda er það alltaf besti dag­ur­inn. Vit­andi að all­ir séu hress­ir í kring­um mig, að sjá elsku bestu börn­in mín dafna vel og að eiga for­eldra á lífi eru for­rétt­indi. Sjá dýr­in mín í kring­um mig og hlakka til að koma heim eft­ir lang­an en góðan vinnu­dag og all­ir glaðir.

Mér finnst gott að fara snemma að sofa með góða bók en ég les mjög mikið. Að knúsa kon­una mína góða nótt og hlakka til að taka morg­un­deg­in­um með bros á vör. Ég get ekki beðið um mikið meira en það,“ sagði Jói Fel. 

Smartland óskar parinu til hamingju með ráðahaginn! 

mbl.is