Keypti smellubindi fyrir rúmar 300 þúsund krónur

Keypti smellubindi fyrir rúmar 300 þúsund krónur

Ríkislögreglustjóri keypti 146 smellubindi fyrir leiðtoga­fund Evr­ópuráðsins og nam kostnaðurinn við þau 313.743 krónum. Alls var keyptur fatnaður fyrir 12.366.643 krónur.

Keypti smellubindi fyrir rúmar 300 þúsund krónur

Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Hörpu | 14. ágúst 2024

Mikið hefur verið rætt og ritað um útgjöld í tengslum …
Mikið hefur verið rætt og ritað um útgjöld í tengslum við leiðtogafundinn í Hörpu. Samsett mynd/Kristinn/Eggert/Tie Mart

Ríkislögreglustjóri keypti 146 smellubindi fyrir leiðtoga­fund Evr­ópuráðsins og nam kostnaðurinn við þau 313.743 krónum. Alls var keyptur fatnaður fyrir 12.366.643 krónur.

Ríkislögreglustjóri keypti 146 smellubindi fyrir leiðtoga­fund Evr­ópuráðsins og nam kostnaðurinn við þau 313.743 krónum. Alls var keyptur fatnaður fyrir 12.366.643 krónur.

Þetta kemur fram í sölureikningum sem ríkislögreglustjóri hefur veitt mbl.is aðgang að eftir að hafa upphaflega hafnað því að birta gögnin.

Úrskurðarnefnd upplýsingamála skar úr um málið og var ríkislögreglustjóra gert að birta umbeðin gögn.

Lögreglan var vel klædd á fundinum.
Lögreglan var vel klædd á fundinum. mbl.is/Kristinn Magnússon

286 teygjanlegar skyrtur

Vörumerki á borð við Dijon, Cannes og Lawrance voru vinsæl á innkaupalistanum.

Sem dæmi voru keyptir 262 Dijon-jakkar sem kostuðu samtals 4.398.875 krónur.

Þá voru keyptar 286 teygjanlegar skyrtur frá Lawrence fyrir 1.673.192 krónur. Einnig voru keyptar 184 hefðbundnar skyrtur frá Lawrence sem kostuðu 1.076.458 krónur.

Frá leiðtogafundi Evrópuráðsins.
Frá leiðtogafundi Evrópuráðsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Breytingar á fatnaði kostuðu 860 þúsund

Einnig þurfti að greiða fyrir breytingar á fatnaði og nam kostnaðurinn við það 860.467 krónum.

Ýmis fatnaður á borð við buxur, skyrtur og blússur eru einnig á sölureikningunum.

Til dæmis voru keyptar 255 buxur, hannaðar af fyrirtækinu Monaco, sem kostuðu 1.473.492 krónur.

mbl.is