Ofnbakaðar paprikur með kínóafyllingu

Uppskriftir | 14. ágúst 2024

Ofnbakaðar paprikur með kínóafyllingu

Þessi réttur er ekki einungis skemmtilegur útlitslega heldur er bragðið ómótstæðilega gott. Uppskriftinni kemur úr smiðju Þórdísar Ólafar Sigurjónsdóttur uppskriftahöfundar sem heldur úti uppskriftasíðunni Grænkerar.

Ofnbakaðar paprikur með kínóafyllingu

Uppskriftir | 14. ágúst 2024

Svo girnilegar þessar fylltu paprikur.
Svo girnilegar þessar fylltu paprikur. Ljósmynd/Þórdís Ólöf

Þessi réttur er ekki einungis skemmtilegur útlitslega heldur er bragðið ómótstæðilega gott. Uppskriftinni kemur úr smiðju Þórdísar Ólafar Sigurjónsdóttur uppskriftahöfundar sem heldur úti uppskriftasíðunni Grænkerar.

Þessi réttur er ekki einungis skemmtilegur útlitslega heldur er bragðið ómótstæðilega gott. Uppskriftinni kemur úr smiðju Þórdísar Ólafar Sigurjónsdóttur uppskriftahöfundar sem heldur úti uppskriftasíðunni Grænkerar.

Aðspurð segir Þórdís að þessi uppskrift komi innilega á óvart og eru þessar ofnbökuðu paprikur með kínóafyllingu orðnar einn af reglubundnum réttum heimilisins.

„Ég held að lykillinn við bragðið felist í tveimur atriðum. Annars vegar er kínóið soðið með grænmetistening sem gefur því betra bragð. Hins vegar inniheldur fyllingin ekki aðeins kínóa heldur einnig vegan hakk, gular baunir og svartbaunir. Hún er því ótrúlega bragðmikil og mettandi,“ segir Þórdís með bros á vör.

Ofnbakaðar paprikur með kínóafyllingu

Fyrir 6-8

  • 4 stórar paprikur
  • 2 dl kínóa
  • 1 stk. grænmetisteningur
  • 1 pk. vegan hakk
  • 1 stk. rauðlaukur
  • 2-3 stk. hvítlauksrif
  • 1-2 dl maískorn
  • 1 dós svartbaunir
  • 1 dós hakkaðir tómatar
  • 2 tsk. paprikukrydd
  • 1 tsk. cumin
  • Salt og pipar, eftir smekk

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og hitið í 180°C, blástur.
  2. Skolið kínóað vel.
  3. Sjóðið í um 20 mínútur í 4 dl af vatni ásamt einum grænmetistening.
  4. Saxið rauðlauk og pressið hvítlauk.
  5. Mýkið á pönnu upp úr olíu.
  6. Bætið vegan hakkinu saman við laukinn og steikið við miðlungshita þar til til hakkið hefur brúnast.
  7. Bætið nú kryddunum saman við hakkið ásamt baunum og tómötum í dós.
  8. Hrærið loks soðnu kínóainu saman við og smakkið til.
  9. Skerið paprikurnar í helminga og fræhreinsið.
  10. Raðið þeim í eldfast mót eða á bökunarplötu.
  11. Setjið vel af fyllingu ofan í hvern paprikuhelming og lokið fatinu með álpappír.
  12. Bakið fylltu paprikurnar í alls 30 mínútur með álpappír yfir.
  13. Ef þið viljið setja vegan ost ofan á er best að gera það þegar 20 mínútur eru liðnar af bökunartíma.
  14. Dreifið þá ostinum yfir og bakið í 10 mínútur með álpappírinn enn yfir.
  15. Takið nú álpappírinn af og bakið fylltu paprikurnar í 10 mínútur til viðbótar.
  16. Berið fram ásamt ferskri steinselju eða kóríander.
mbl.is