Yfirbarþjóninn frá hinum fræga Sexy Fish tekur yfir á Tipsý

Drykkir | 14. ágúst 2024

Yfirbarþjóninn frá hinum fræga Sexy Fish tekur yfir á Tipsý

Á morgun, fimmtudaginn 15. ágúst næstkomandi, mun Samuel Page, yfirbarþjónn á veitingastaðnum Sexy Fish í Lundúnaborg taka yfir barinn á Tipsý ásamt öðrum barþjóni. Mikið verður um dýrðir og boðið verður upp á sérstakan seðil með fjórum Sexy Fish frá opnun til lokunnar. Kokteilarnir á Sexy Fish er þekktir fyrir að skarta sínu fegursta og töfra þá sem þeirra njóta upp úr skónum. DJ Dóra Júlía muna koma og þeyta skífurnar frá klukkan 21.00 svo það á eftir að vera dúndrandi stuð á staðnum.

Yfirbarþjóninn frá hinum fræga Sexy Fish tekur yfir á Tipsý

Drykkir | 14. ágúst 2024

Samuel Page, yfirbarþjónn Sexy Fish í Lundúnaborg taka yfir barinn …
Samuel Page, yfirbarþjónn Sexy Fish í Lundúnaborg taka yfir barinn á Tipsý á morgun. Mikið verður um dýrðir og boðið verður upp á sérstakan seðil með fjórum Sexy Fish Ljósmynd/Aðsend

Á morgun, fimmtudaginn 15. ágúst næstkomandi, mun Samuel Page, yfirbarþjónn á veitingastaðnum Sexy Fish í Lundúnaborg taka yfir barinn á Tipsý ásamt öðrum barþjóni. Mikið verður um dýrðir og boðið verður upp á sérstakan seðil með fjórum Sexy Fish frá opnun til lokunnar. Kokteilarnir á Sexy Fish er þekktir fyrir að skarta sínu fegursta og töfra þá sem þeirra njóta upp úr skónum. DJ Dóra Júlía muna koma og þeyta skífurnar frá klukkan 21.00 svo það á eftir að vera dúndrandi stuð á staðnum.

Á morgun, fimmtudaginn 15. ágúst næstkomandi, mun Samuel Page, yfirbarþjónn á veitingastaðnum Sexy Fish í Lundúnaborg taka yfir barinn á Tipsý ásamt öðrum barþjóni. Mikið verður um dýrðir og boðið verður upp á sérstakan seðil með fjórum Sexy Fish frá opnun til lokunnar. Kokteilarnir á Sexy Fish er þekktir fyrir að skarta sínu fegursta og töfra þá sem þeirra njóta upp úr skónum. DJ Dóra Júlía muna koma og þeyta skífurnar frá klukkan 21.00 svo það á eftir að vera dúndrandi stuð á staðnum.

Þekktur fyrir frumlegan og góða asískan mat

Veitingastaðurinn og barinn á Sexy Fish í Mayfair er Íslendingum vel kunnugur enda einn af vinsælli stöðum í Lundúnaborg. Hann er staðsettur á horni Berkeley Square, Mayfair og er hannaður af Martin Brudnizki hönnunarstúdíóinu og skreyttur með list eftir Damien Hirst, Frank Gehry og Michael Roberts. Það má með sanni segja að útlitið og tilfinningin þegar inn er komið sé glamúr og glæsileiki um miðja öld. Staðurinn er þekktur fyrir frumlegan og góðan asískan mat sem er borinn fram á framúrskarandi hátt, flotta og skapandi kokteila, stemningu og tryllta hönnun. Það er hrein matar- og drykkjarupplifun að heimsækja þennan frábæra veitingastað.

Ef þið hafið ekki heimsótt þennan veitingastað er vel hægt að mæla með heimsókn í næstu ferð. Hægt er að smjörþefinn af því sem í boðið er þegar kemur að kokteilnum á Tipsý á morgun þar sem Page mun án efa fara á kostum.

Samuel Page er þekktur fyrir kokteilana sína og gaman er …
Samuel Page er þekktur fyrir kokteilana sína og gaman er að fylgjast með honum við leik og störf á barnum. Ljósmynd/Aðsend

Sjáðu kokteilaseðilinn

Hér má sjá Sexy Fish kokteilseðilinn sem verður í boði á morgun og verðið á öllum kokteilnum verður 2000,- krónur:

  • Strawberry - Nikka Coffey Grain whiskey, strawberry, anise, Co2
  • Peach - Peach infused Nikka Coffey gin, peach, fennel, soda water
  • Cacao - Cacao butter & dark chocolate infused Nikka Coffey vodka, Sauternes, Kina Lillet, lemon
  • Barley - Nikka Coffey Malt whiskey, malted barley, miso, orange
mbl.is