Campbell opnar sig um móðurhlutverkið

Fjölskyldulíf | 15. ágúst 2024

Campbell opnar sig um móðurhlutverkið

Ofurfyrirsætan Naomi Campbell var orðin fimmtug þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn. Campbell sem er í dag tveggja barna móðir segir börnin sín veita sér mikla gleði. 

Campbell opnar sig um móðurhlutverkið

Fjölskyldulíf | 15. ágúst 2024

Naomi Campbell á tvö börn.
Naomi Campbell á tvö börn. AFP/Valery HACHE

Ofurfyrirsætan Naomi Campbell var orðin fimmtug þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn. Campbell sem er í dag tveggja barna móðir segir börnin sín veita sér mikla gleði. 

Ofurfyrirsætan Naomi Campbell var orðin fimmtug þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn. Campbell sem er í dag tveggja barna móðir segir börnin sín veita sér mikla gleði. 

Campbell opnaði sig um börnin í viðtali við Harper's Bazaar nýlega en hún er lítið fyrir að beina athyglinni að börnunum. Hún var til dæmis lengi að greina frá því að börnin hefðu komið í heiminn með hjálp staðgöngumóður. 

„Það er mikil blessun að eiga þessar tvær saklausu sálir og fyrir mig að vera móðir þeirra. Ég læri margt á hverjum degi. Þetta eru góð börn.“

Tíð ferðalög heimshorna á milli er fylgifiskur þess að vera ein frægasta fyrirsæta heims. Campbell hugsar sig þó tvisvar um áður en hún tekur börnin með í vinnuferðir. „Ég tek þau ekki með til New York frá London til þess að fara í tveggja daga myndatöku. Það er of mikið en börnin mín elska að ferðast,“ segir Campbell. 

Naomi Campbell.
Naomi Campbell. AFP/Daniel LEAL
mbl.is