Undanfarna daga hefur svolítill haustfílingur verið yfir landinu, en þrátt fyrir það vilja sumir halda í vonina um að sumarið láti loksins sjá sig almennilega í ágúst.
Undanfarna daga hefur svolítill haustfílingur verið yfir landinu, en þrátt fyrir það vilja sumir halda í vonina um að sumarið láti loksins sjá sig almennilega í ágúst.
Undanfarna daga hefur svolítill haustfílingur verið yfir landinu, en þrátt fyrir það vilja sumir halda í vonina um að sumarið láti loksins sjá sig almennilega í ágúst.
Ferðavefur mbl.is tók því saman þau fimm tjaldsvæði á landinu þar sem besta veðrinu er spáð samkvæmt tjaldvef bliku. Það verður kannski ekki stuttbuxna- og hlýrabolaveður um helgina, en besta veðrinu er þó spáð á Suðurlandi og sú gula gæti látið sjá sig eitthvað á sunnudaginn.
Besta veðrinu er spáð á Gaddstaðaflötum við Hellu. Á föstudaginn er reiknað með að það verði alskýjað, 10°C, úrkoma sem nemur 10 mm og norðvestan 1 m/s. Á laugardaginn á einnig að vera alskýjað, en þá er spáð 9°C, úrkomu sem nemur 8 mm og suðaustan 3 m/s. Besta veðrið á hins vegar að vera á sunnudaginn, en þá gæti sólin látið sjá sig eitthvað og er reiknað með 11°C, úrkomu sem nemur 1 mm og norðvestan 2 m/s.
Gaddstaðaflatir eru hluti af hestamannasvæðinu við Hellu, en þar er hið fræga Landsmót hestamanna reglulega haldið. Tjaldsvæðið er rúmgott,en þar er aðgengi að köldu og heitu vatni, rafmagni, salerni og eldunaraðstöðu. Þá eru hundar leyfðir á svæðinu.
Næstbesta veðrinu er spáð á Flúðum. Á föstudaginn er gert ráð fyrir að það verði alskýjað, 11°C, úrkoma sem nemur 4 mm og norðan 2 m/s. Laugardagurinn á að vera aðeins vætusamari, en þá er spáð 9°C, úrkomu sem nemur 5 mm og sunnan 1 m/s. Á sunnudaginn er hins vegar reiknað með að það verði aðeins bjartara, en þá mun mögulega glitta eitthvað í þá gulu og spáð 12°C, úrkomu sem nemur 1 mm og logni.
Tjaldsvæðið er staðsett við bakka Litlu Laxár á Flúðum. Þar er aðgengi að köldu og heitu vatni, rafmagni, gjaldfrjálsri sturtu og þvottavél. Þá eru hundar leyfðir á svæðinu.
Á Hvolsvelli er einnig spáð sæmilegu veðri um helgina, en þar á hins vegar að vera alskýjað alla helgina. Á föstudaginn er spáð 10°C, úrkomu sem nemur 10 mm og vestan 2 m/s, á laugardaginn er spáð 9°C, úrkomu sem nemur 7 mm og sunnan 3 m/s og á sunnudaginn er spáð 11°C, úrkomu sem nemur 1 mm og norðvestan 2 m/s.
Tjaldsvæðið á Hvolsvelli er rúmgott og þaðan er stutt í alla þjónustu. Þar er aðgengi að köldu og heitu vatni, rafmagni, sturtu, þvottavél, salerni og eldunaraðstöðu. Þá eru hundar leyfðir á svæðinu.
Í Árnesi á veðrið einnig að vera sæmilegt um helgina, en eins og á Hvolsvelli er reiknað með að það verði alskýjað alla dagana. Á föstudaginn er spáð 11°C, úrkomu sem nemur 8 mm og norðaustan 2 m/s, á laugardaginn er spáð 9°C, engri úrkomu og suðaustan 2 m/s. Á sunnudaginn er svo spáð 10°C, engri úrkomu og norðan 1 m/s.
Tjaldsvæðið stendur við mynni Þjórsárdals sem þykir með fegurstu svæðum landsins. Þar er aðgengi að köldu og heitu vatni, rafmagni og gjaldfrjálsri sturtu. Þá eru hundar leyfðir á svæðinu.
Ágætisveðri er spáð á tjaldsvæðinu í Reykjavík um helgina. Þar er reiknað með að það verði alskýjað alla helgina, en á föstudaginn er spáð 10°C, úrkomu sem nemur 4 mm og norðan 2 m/s. Á laugardaginn er spáð 9°C, engri úrkomu og suðaustan 5 m/s og á sunnudaginn er spáð 9°C, engri úrkomu og logni.
Tjaldsvæðið er við hliðina á Laugardalslaug, en þaðan er stutt í ýmsa þjónustu og afþreyingu. Þar er aðgengi að köldu og heitu vatni, rafmagni, sturtu, salerni og eldunaraðstöðu.