Kostnaður ríflega 20 milljarðar

Flóttafólk á Íslandi | 15. ágúst 2024

Kostnaður ríflega 20 milljarðar

Heildarkostnaður vegna ýmissar þjónustu við hælisleitendur frá og með 2018 til september 2023, þ.e. í ríflega hálft sjötta ár, nam alls 20,6 milljörðum króna en þar af var kostnaðurinn fyrstu níu mánuði síðastliðins árs 6.225 milljónir.

Kostnaður ríflega 20 milljarðar

Flóttafólk á Íslandi | 15. ágúst 2024

Hælisleitendur hafa ítrekað mótmælt illri meðferð.
Hælisleitendur hafa ítrekað mótmælt illri meðferð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heildarkostnaður vegna ýmissar þjónustu við hælisleitendur frá og með 2018 til september 2023, þ.e. í ríflega hálft sjötta ár, nam alls 20,6 milljörðum króna en þar af var kostnaðurinn fyrstu níu mánuði síðastliðins árs 6.225 milljónir.

Heildarkostnaður vegna ýmissar þjónustu við hælisleitendur frá og með 2018 til september 2023, þ.e. í ríflega hálft sjötta ár, nam alls 20,6 milljörðum króna en þar af var kostnaðurinn fyrstu níu mánuði síðastliðins árs 6.225 milljónir.

Þetta kemur fram í svari Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, við fyrirspurn frá Birgi Þórarinssyni alþingismanni um kostnað vegna þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd.

Kostnaður hækkað stórlega

Birgir spurði um hver árleg útgjöld ríkissjóðs hefðu verið vegna þessa frá 1. janúar 2018 til 1. október 2023.

Af svari ráðherrans má ráða að framangreindur kostnaður hafi hækkað stórlega á árinu 2023 frá fyrri árum, enda þótt aðeins hafi verið litið til fyrstu níu mánaða ársins 2023. Þannig hljóðaði liðurinn „Önnur sérfræðiþjónusta“ upp á tæpa 2,9 milljarða 2023, samanborið við 812 milljónir allt árið 2022.

Umfjöllunina má finna í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is