Landsbankinn spáir óbreyttum vöxtum

Vextir á Íslandi | 15. ágúst 2024

Landsbankinn spáir óbreyttum vöxtum

Hagfræðideild Landsbanka Íslands spáir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands haldi stýrivöxtum óbreyttum.

Landsbankinn spáir óbreyttum vöxtum

Vextir á Íslandi | 15. ágúst 2024

Útlit er fyrir óbreyttu vaxtastigi að mati hagfræðideildar Landsbankans.
Útlit er fyrir óbreyttu vaxtastigi að mati hagfræðideildar Landsbankans. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hagfræðideild Landsbanka Íslands spáir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands haldi stýrivöxtum óbreyttum.

Hagfræðideild Landsbanka Íslands spáir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands haldi stýrivöxtum óbreyttum.

Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans.

Peningastefnunefndin tekur vaxtaákvörðun í næstu viku og telur deildin að vextirnir verði óbreyttir í ljósi nýjustu verðbólgumælingar. Stýrivextirnir hafa verið 9,25% í heilt ár í þessum mánuði.

Í síðasta mánuði mældist tólf mánaða verðbólga 6,3% og jókst um 0,46 pró­sentu­stig frá fyrri mánuði, en þá mæld­ist hún 5,8%.

Í Hagsjá bankans segir að deildin telji að ákvörðunin um að halda stýrivöxtum óbreyttum yrði grundvölluð á því hversu hægt verðbólgan er að hjaðna.

„Síðustu yfirlýsingu mátti túlka á þann veg að hægt yrði að lækka vexti um leið og verðbólga og verðbólguvæntingar færu hjaðnandi,“ kemur fram. 



mbl.is