Áhrifavaldarnir Sunneva Einarsdóttir og Tanja Ýr Ástþórsdóttir opinberuðu á dögunum hvaða lýtaaðgerðir þær hafa gengist undir.
Áhrifavaldarnir Sunneva Einarsdóttir og Tanja Ýr Ástþórsdóttir opinberuðu á dögunum hvaða lýtaaðgerðir þær hafa gengist undir.
Áhrifavaldarnir Sunneva Einarsdóttir og Tanja Ýr Ástþórsdóttir opinberuðu á dögunum hvaða lýtaaðgerðir þær hafa gengist undir.
Sunneva og Tanja eru með vinsælustu áhrifavöldum landsins, en Sunneva er með yfir 58 þúsund fylgjendur á Instagram á meðan Tanja er með rúmlega 36 þúsund fylgjendur á miðlinum.
Vinkonurnar voru gestir í hlaðvarpi Arnars Gauta Arnarssonar, betur þekktur sem Lil Curly, og Jakobs Jóhanns Veigarssonar, Curly FM. Þar svöruðu þær hinum ýmsu spurningum frá hlustendum, meðal annars um hvaða lýtaaðgerðir þær hafi gengist undir.
„Hafið þið farið í lýtaaðgerðir?“ spyr Jakob í hlaðvarpinu og bæði Sunneva og Tanja svara játandi. „Ég held það sé augljóst sko,“ bætir Sunneva við.
Arnar varpar svo upp annarri spurningu þar sem hann spyr: „Ég hef mjög gaman af „sillum“ ... af hverju fékkstu þér „sillur“ og hvað varstu gömul?“ en þegar hann talar um „sillur“ er hann að vitna í sílikonpúða í brjóstum.
„Ég fékk mér sillur útaf því að ég er með bringu sem er svona innfallin, og þá var þetta bara smá svona skakkt og mig langaði bara að laga það, þannig að, ég hef aldrei sagt þetta neinsstaðar, en ég er með þú veist stærri púða öðru megin og minni púða hinum megin til þess að jafna það út. Það var „pointið“ mitt sko. Ég var alveg lítil, ég var bara 18 eða 19 ára,“ segir Sunneva.
Arnar spyr þá hvort það sé góður aldur til þess að fá sér brjóstapúða, en þá svarar Sunneva: „Nei, mér finnst það alveg frekar ungt sko.“ Þá bætir Tanja við: „Já, ef maður hugsar það núna þá er það ótrúlega ungt“ og nefnir einnig að það hafi verið mjög dýrt, en þegar hún horfi til baka þá hefði hún frekar vilja nota peninginn til að þess að stofna eigið fyrirtæki eða gera eitthvað annað við peninginn.
Því næst er spurningunni varpað á Tönju. „Ég er búin að fara í hundrað lýtaaðgerðir ... nei djók ... ég er búin að vera núna í rauninni að „reversa“ allt sem ég hef gert,“ segir Tanja og telur upp nokkra hluti sem hún hafi látið gera og sé núna búin að láta fjarlægja, þar á meðal svokallað „composite bonding“ á tennurnar og varafyllingu, en hún segist þegar hafa farið einu sinni í meðferð til að láta fjarlægja varafyllinguna en þurfi líklega að fara tvisvar í viðbót.
Strákarnir virðast áhugasamir um lýtaaðgerðirnar og spyrja nánar út í varafyllingarnar og hvort þær fari ekki úr vörunum með tímanum. „Það á að gera það sko, en mitt bara haggast ekki sko,“ svarar Tanja.
„Ef þú ferð einu sinni, þá ferð það. En ef þú ferð kannski tvisvar, þrisvar, þá er þetta alveg lengi að fara úr,“ bætir Sunneva við. Sunneva og Tanja viðurkenna svo báðar að hafa gengið aðeins of langt í varafyllingum.