Aðstoðarmaður Dags B. Eggertssonar fékk greiddar sex milljónir vegna ótekins orlofs og biðlauna þegar hann lét af embætti í janúar. Starfsmaðurinn hafði þá sinnt starfi aðstoðarmanns í tólf mánuði.
Aðstoðarmaður Dags B. Eggertssonar fékk greiddar sex milljónir vegna ótekins orlofs og biðlauna þegar hann lét af embætti í janúar. Starfsmaðurinn hafði þá sinnt starfi aðstoðarmanns í tólf mánuði.
Aðstoðarmaður Dags B. Eggertssonar fékk greiddar sex milljónir vegna ótekins orlofs og biðlauna þegar hann lét af embætti í janúar. Starfsmaðurinn hafði þá sinnt starfi aðstoðarmanns í tólf mánuði.
Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, er spurður út í þessa ráðstöfun fjármuna borgarinnar í Spursmálum.
Tilkynnt var um það í lok árs 2022 að Diljá Ragnarsdóttir, fyrrum kosningastjóri Samfylkingarinnar í Reykjavík, hefði verið ráðin aðstoðarmaður Dags B. Eggertssonar. Það var hálfu ári eftir að ljóst var að hann léti af embætti borgarstjóra í ársbyrjun 2024.
Tók Diljá til starfa í janúar 2023 og gegndi því starfi sínu í tólf mánuði, eða allt til þess tíma er Dagur lét af embætti.
Á þeim tímapunkti var gert upp við Diljá. Naut hún biðlauna í þrjá mánuði og námu þau ásamt launatengdum gjöldum tæpum sex milljónum. Þá virðist Diljá ekki hafa tekið frí á þeim tíma sem hún gegndi störfum fyrir Dag því hún fékk greiddar 1.574 þúsund krónur vegna óuppgerðs orlofs að loknu starfi sínu í þágu borgarstjóra.
Einar Þorsteinsson er gestur Spursmála og sjá má þáttinn í heild sinni hér. Þar mæta einnig til leiks þau Sigríður Á. Andersen og Stefán Pálsson og ræða þau fréttir vikunnar.