Fylltar brauðstangir og heimagerð brauðstangasósa með basilíku

Uppskriftir | 16. ágúst 2024

Fylltar brauðstangir og heimagerð brauðstangasósa með basilíku

Árni Þor­varðar­son bak­ari og fag­stjóri við Hót­el- og mat­væla­skól­ann í Kópa­vogi elskar að baka pítsur og alls konar meðlæti úr pítsadeigi á ítalska vísu. Hann hefur verið iðinn við að deila með lesendum Matarvefsins uppskriftum úr smiðju sinni á föstudögum og það verður engin undantekning á því í dag. Að þessu sinni býður Árni les­end­um upp á brauðstangir og heimagerða brauðstangasósu.

Fylltar brauðstangir og heimagerð brauðstangasósa með basilíku

Uppskriftir | 16. ágúst 2024

Brauðstangir og heimagerð brauðstangasósa úr smiðju Árna Þorvarðarsonar.
Brauðstangir og heimagerð brauðstangasósa úr smiðju Árna Þorvarðarsonar. Ljósmynd/Árni Þorvarðarson

Árni Þor­varðar­son bak­ari og fag­stjóri við Hót­el- og mat­væla­skól­ann í Kópa­vogi elskar að baka pítsur og alls konar meðlæti úr pítsadeigi á ítalska vísu. Hann hefur verið iðinn við að deila með lesendum Matarvefsins uppskriftum úr smiðju sinni á föstudögum og það verður engin undantekning á því í dag. Að þessu sinni býður Árni les­end­um upp á brauðstangir og heimagerða brauðstangasósu.

Árni Þor­varðar­son bak­ari og fag­stjóri við Hót­el- og mat­væla­skól­ann í Kópa­vogi elskar að baka pítsur og alls konar meðlæti úr pítsadeigi á ítalska vísu. Hann hefur verið iðinn við að deila með lesendum Matarvefsins uppskriftum úr smiðju sinni á föstudögum og það verður engin undantekning á því í dag. Að þessu sinni býður Árni les­end­um upp á brauðstangir og heimagerða brauðstangasósu.

Árni Þorvarðarson bakari er með mikla ástríðu fyrir ítalskri matargerð, …
Árni Þorvarðarson bakari er með mikla ástríðu fyrir ítalskri matargerð, sérstaklega pítsugerð og allt sem henni fylgir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Oft þjónaðar sem forréttur

Brauðstangir eru ekta föstudagsréttur og margir fá sér brauðstangir með pítsu. Brauðstangir eru líka oft þjónaðar sem forréttur með sósu eða dippi, eins og tómatsósu, pestósósu eða hvítlaukssmjöri. Þær geta einnig verið gott meðlæti með  salati eða súpum. Brauðstangir eru fjölbreyttar og bragðmiklar og því oft vinsælar á matseðlum á veitingastöðum.

Fylltar brauðstangir

  • 581 g pítsahveiti                   
  • 365 g vatn 26°C heit
  • 17 g súrdeig (má sleppa ef vill)       
  • 5 g þurrger                            
  • 17 g salt                                 
  • 17 g olía

Fylling:

  • Rifinn mozzarellaostur eftir smekk
  • Brauðstangakryddblanda eða krydd að eigin vali, eins og óreganó og basilíkukrydd 

Aðferð:          

  1. Vigtið saman hveiti, vatn, súr og ger.
  2. Setjið í hrærivélaskál með krók.
  3. Hrærið saman í 5 mínútur á 30% hraða.
  4. Eftir 5 mínútur bætið þið saltinu við og hrærið áfram í 5 mínútur í viðbót.
  5. Eftir aðrar 5 mínútur er olían sett saman við og deigið hrært í síðustu 5 mínúturnar.
  6. Eftir þetta hafið þið hrært deigið í samtals 15 mínútur.
  7. Leyfið deiginu að hvílast í 2 tíma við stofuhita.
  8. Vigtið deigið síðan niður í 8 stykki 125 g kúlur og setjið í lokað box og í kæli í lágmarki 12 klukkustundir.
  9. Fletjið síðan deigið út í hring með hveiti undir, gott að nota pítsahveiti.
  10. Setjið mozzarellaost á milli ásamt brauðstangakryddblöndu eða því kryddi sem ykkur langar að vera með.
  11. Brjótið hinn hluta deigsins yfir og klípið saman.
  12. Setjið rifinn ostur ofan á fyrir bakstur.
  13. Bakað í 400°C– 500°C g heitum pítsaofni (viðar eða gas) í 120-180 sekúndur.
  14. Penslið með kryddolíu eftir bakstur.
  15. Berið fram með brauðstangasósu og njótið.

Brauðstangasósa með ferskri basilíku

  • 3 stk. afhýddir tómatar                    
  • 1 tsk. salt                                           
  • 15 fersk basilíkulaufblöð                 
  • Ólífuolía eftir smekk

Aðferð:

  1. Blandið öllu saman í matreiðsluvél og maukið.
  2. Hægt að krydda til eftir smekk.
mbl.is