Dómsmálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu í ágúst 2022 að vararíkissaksóknari væri undirmaður ríkissaksóknara og að sá síðarnefndi hefði fulla heimild til að veita undirmanni sínum formlega áminningu.
Dómsmálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu í ágúst 2022 að vararíkissaksóknari væri undirmaður ríkissaksóknara og að sá síðarnefndi hefði fulla heimild til að veita undirmanni sínum formlega áminningu.
Dómsmálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu í ágúst 2022 að vararíkissaksóknari væri undirmaður ríkissaksóknara og að sá síðarnefndi hefði fulla heimild til að veita undirmanni sínum formlega áminningu.
Þetta staðfestir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fv. dómsmálaráðherra, í samtali við mbl.is. Áminning getur verið undanfari þess að viðkomandi sé látinn fara.
Deilt hefur verið um hvort Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hafi haft heimild til að veita Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara skriflega áminningu árið 2022.
Helgi Magnús segir Sigríði hafa farið út fyrir valdsvið sitt, það sé ekki hennar að veita honum áminningu heldur þess sem skipar í embættið, þ.e. dómsmálaráðherra.
Jón Gunnarsson segir nú að ráðuneytið hafi á þeim tíma komist að skýrri niðurstöðu, þ.e. ríkissaksóknari er yfirmaður vararíkissaksóknara. Sigríður hafi því verið í fullum rétti til að veita Helga Magnúsi áminningu. Er þetta m.a. ástæða þess að dómsmálaráðuneytið sá enga ástæðu til að hrófla við áminningunni, sem nú hefur staðið óhögguð í tvö ár.
„Það er ríkissaksóknari sem er næsti yfirmaður vararíkissaksóknara. Og það er ríkissaksóknara að ákveða til hvaða viðbragða embættið grípur gagnvart honum,“ segir Jón og heldur áfram:
„Það er hins vegar dómsmálaráðherra sem ber stjórnskipulega ábyrgð á skipun vararíkissaksóknara og að endingu yrði embættismanni í þessari stöðu ekki vikið úr embætti nema með fulltingi ráðherra.“
Áminningin var veitt á þeim grundvelli að háttsemi vararíkissaksóknara utan starfs hans sem vararíkissaksóknari hefði verið ósæmileg og ósamrýmanleg starfi hans.
Háttsemin hefði varpað rýrð á störf hans sem vararíkissaksóknari, á embætti ríkissaksóknara og ákæruvaldið almennt, sbr. 14. og 21. gr. laga nr. 70/1996, auk þess sem tjáning hans hefði grafið undan virðingu og trausti til embættis ríkissaksóknara og ákæruvaldsins almennt.
„Hér ber að undirstrika að vararíkissaksóknari er staðgengill ríkissaksóknara sem er æðsti handhafi ákæruvalds hér á landi. Vararíkissaksóknara ber því að vera öðrum ákærendum fyrirmynd í allri sinni framgöngu,“ sagði í skriflegu svari ríkissaksóknara við fyrirspurn mbl.is og Morgunblaðsins 2022 þegar Helga Magnúsi var fyrst veitt áminning.
„Ekki ber síður að árétta að áminning þessi varðar einungis háttsemi vararíkissaksóknara utan starfs en ekki störf hans sem vararíkissaksóknari sem engar athugasemdir hafa verið gerðar við.“