Ólympíufarinn og blakkonan bandaríska Micha Hancock óttaðist um líf sitt er hún lenti í bílslysi eftir að hún og liðsfélagar hennar í blakliði Bandaríkjanna höfnuðu í öðru sæti á Ólympíuleikunum í París.
Ólympíufarinn og blakkonan bandaríska Micha Hancock óttaðist um líf sitt er hún lenti í bílslysi eftir að hún og liðsfélagar hennar í blakliði Bandaríkjanna höfnuðu í öðru sæti á Ólympíuleikunum í París.
Ólympíufarinn og blakkonan bandaríska Micha Hancock óttaðist um líf sitt er hún lenti í bílslysi eftir að hún og liðsfélagar hennar í blakliði Bandaríkjanna höfnuðu í öðru sæti á Ólympíuleikunum í París.
Bandaríska liðið tapaði fyrir því ítalska í úrslitaleik, en þrátt fyrir það hittist liðið eftir leik og fagnaði silfurmedalíunum.
Á leiðinni til baka á hótelið missti ökumaður leigubíls Hancocks stjórn á ökutækinu og lenti á staur með þeim afleiðingum að hún slasaðist og var flutt á spítala.
„Hér er ég. Ég lenti í bílslysi eftir að Ólympíuleikunum lauk. Bílstjórinn minn klessti á staur eftir að við fórum út á lífið. Hlutirnir gerast hratt. Farið varlega og notið bílbelti.
Ég er heppin að vera á lífi. Ég er nokkuð slösuð en verð mætt aftur eftir einhverja mánuði,“ skrifaði Hancock m.a. á Instagram.