Matarvenjur yngsta veitingastjóra landsins

Matarvenjur | 16. ágúst 2024

Matarvenjur yngsta veitingastjóra landsins

Finnur Gauti Vilhelmsson framreiðslumaður og veitingastjóri á einum vinsælasta veitingastað landsins, OTO, ljóstr­ar upp mat­ar­venj­um sín­um og fleiri skemmti­leg­heit­um fyr­ir lesendum Matarvefsins. Finnur er einungis 21 árs gamall og yngist veitingastjóri landsins svo best sé vitað.

Matarvenjur yngsta veitingastjóra landsins

Matarvenjur | 16. ágúst 2024

Finnur Gauti Vilhelmsson, yngsti veitingastjóri landsins, svipir hér hulunni af …
Finnur Gauti Vilhelmsson, yngsti veitingastjóri landsins, svipir hér hulunni af matarvenjum sínum mbl.is/Kristinn Magnússon

Finnur Gauti Vilhelmsson framreiðslumaður og veitingastjóri á einum vinsælasta veitingastað landsins, OTO, ljóstr­ar upp mat­ar­venj­um sín­um og fleiri skemmti­leg­heit­um fyr­ir lesendum Matarvefsins. Finnur er einungis 21 árs gamall og yngist veitingastjóri landsins svo best sé vitað.

Finnur Gauti Vilhelmsson framreiðslumaður og veitingastjóri á einum vinsælasta veitingastað landsins, OTO, ljóstr­ar upp mat­ar­venj­um sín­um og fleiri skemmti­leg­heit­um fyr­ir lesendum Matarvefsins. Finnur er einungis 21 árs gamall og yngist veitingastjóri landsins svo best sé vitað.

Finnur hefur mikla ástríðu fyrir veitingabransanum. „Þótt hann geti stundum verið strembinn, það er þó alltaf gaman að tala við gesti og veita þeim góða og eftirminnilega upplifun,“ segir Finnur með bros á vör.

Ofnæmi fyrir öllu sem kemur upp úr sjónum

Þegar kemur að matarvenjum Finns segist hann vera fremur vanafastur. „Satt að segja er ég mjög vanafastur með mat og líkar ekki alveg við allan mat en mér finnst samt spennandi að prófa nýja rétti. Gaman er að segja frá því að ég er með ofnæmi fyrir öllu sem kemur upp úr sjónum sem þrengir eðlilega verulega að matarvenjum mínum,“ segir Finnur sposkur á svip.

Finnur segir að það hafi verið algjör tilviljun að hann fór að læra framreiðslu. „Þökk sé systir minni sem er matreiðslumaður og ætlaði ég að fara vinna hjá henni í eldhúsinu en endaði á því að fara vinna frekar fram í sal og kolféll fyrir starfinu.“

Finnur svarar hér nokkur laufléttum spurningum um matarvenjur sínar sem gefur lesendum smá innsýn hvað Finn finnst gott að borða.

Hvað færðu þér í morgunmat?

„Ég sleppi alltaf morgunmat en fæ mér stundum Hleðslu, íþróttadrykkinn, þegar ég mæti í vinnuna en varla hægt að kalla það morgunmat þar sem það er klukkan eitt á daginn.“

Borðar þú oft á milli mála og hvað þá helst?

„Geri það mjög sjaldan en það kemur fyrir að maður tekur eitthvað frá preppinu hjá kokkunum á OTO.“

Finnst þér ómissandi að borða hádegisverð?

„Nei, mér finnst það ekki ómissandi en finnst mjög gaman að taka hádegisverð með vinum þegar maður er í fríi og gera svo meira úr hádegisverðinum.“

Á alltaf til orkudrykki og Pepsi Max

Hvað áttu alltaf til í ísskápnum?

„Ég á alltaf til orkudrykki og Pepsi max, annars er ískápurinn frekar tómlegur því það tekur því ekki að vera kaupa mikinn mat þegar maður er að vinna vaktarvinnu.“

Þegar þú ætlar að gera vel við þig mat og drykk og velur veitingastað til að fara á hvert ferðu?

„Skemmtileg saga frá því er að uppáhaldsveitingastaðurinn minn hefur verið OTO frá því hann opnaði í apríl árið 2023 og byrjaði ég að vinna á staðnum í nóvember 2023 því þetta var minn uppáhaldsstaður. Fólkið sem er að vinna hérna er yndislegt og ávallt gaman í vinnuni. Það er því mikill heiður að fá að vera veitingastjóri á sínum uppáhaldsveitingastað, það er nokkuð sem mig órað ekki fyrir þegar ég mætti hingað fyrst að borða.“

 Er einhver veitingastaður úti í heimi sem er á „Bucket-listanum“ yfir þá staði sem þú verður að heimsækja?

„Mig langar mjög mikið fá að borða á veitingastaðnum Geranium í Kaupmannahöfn sem er með þrjár Michelin-stjörnur og fór ég þangað í byrjun sumars en ekki til að borða heldur fór þangað til að vinna, var það í vinnustaðarnámi í 6 vikur.“

Hvað vilt þú á pítsuna þína?

„Mér finnst gott að fá mér pepperóní, rjómaost og döðlur.“

Fæ mér steiktan lauk og tómatsósu

Hvað færð þú þér á pylsuna þín?

„Er ennþá fastur í barnæskupylsunni og fæ mér steiktan lauk og tómatsósu en pylsa einn af mínum uppáhaldsréttum.“

Uppáhaldsrétturinn þinn?

„Það er heimagerða mexíkóska kjúklingasúpan hans pabba.“

Hvort velur þú kartöflur eða salat á diskinn þinn?

„Kartöflur.“

Hvort finnst þér skemmtilegra að baka eða matreiða?

„Matreiða, ekki spurning.“

mbl.is