„Ég ræð því ekki sem formaður borgarráðs hvenær Dagur B. Eggertsson fer í frí.“
„Ég ræð því ekki sem formaður borgarráðs hvenær Dagur B. Eggertsson fer í frí.“
„Ég ræð því ekki sem formaður borgarráðs hvenær Dagur B. Eggertsson fer í frí.“
Þetta segir Einar Þorsteinsson borgarstjóri þegar hann er inntur eftir því af hverju fráfarandi borgarstjóri tók ekki út óútleysta orlofsdaga á því 586 daga tímabili sem varði frá því að ljóst var að hann myndi víkja úr embætti fyrir Einari.
Hver tók ákvörðun um að borga þetta út en leysa það ekki með öðrum hætti?
„Það er bara mannauðssvið borgarinnar eins og uppgjör við starfslok allra starfsmanna sem hætta hjá borginni,“ segir hann. Er hann þá spurður út í það álit Sameykis sem segir afgreiðslu þessa máls sé algjörlega einstök.
„Ég skal alveg viðurkenna það að ég hrökk aðeins við þegar ég sá þessa upphæð og óskaði því eftir svörum frá mannauðssviði um það hvort þetta væri á skjön við almenna framkvæmd og hvort þetta væri eitthvað sérstök afgreiðsla á þessu orlofi við starfslok. Ég fékk þau svör að svo sé ekki. Þetta sé algjörlega í samræmi við starfslok annarra starfsmanna,“ segir Einar.
Einar er gestur Spursmála að þessu sinni og ræðir þetta mál meðal annarra.
Viðtalið við Einar má sjá og heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.