Spursmál: Borgarstjóri í eldlínunni

Spursmál | 16. ágúst 2024

Spursmál: Borgarstjóri í eldlínunni

Einar Þorsteinsson, borgarstjórinn í Reykjavík, sat fyrir svörum í nýjasta þætti Spursmála sem sýndur var hér á mbl.is fyrr í dag.

Spursmál: Borgarstjóri í eldlínunni

Spursmál | 16. ágúst 2024

Sigríður Á. Andersen, Einar Þorsteinsson og Stefán Pálsson eru gestir …
Sigríður Á. Andersen, Einar Þorsteinsson og Stefán Pálsson eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum. Samsett mynd/mbl.is/María Matthíasdóttir

Einar Þorsteinsson, borgarstjórinn í Reykjavík, sat fyrir svörum í nýjasta þætti Spursmála sem sýndur var hér á mbl.is fyrr í dag.

Einar Þorsteinsson, borgarstjórinn í Reykjavík, sat fyrir svörum í nýjasta þætti Spursmála sem sýndur var hér á mbl.is fyrr í dag.

Upptöku af þættinum má nálgast í spilaranum hér að neðan, á Spotify og YouTube, og er hún öllum aðgengileg.

Allt í lukkunnar velstandi í borginni?

Í þættinum var kastljósinu meðal annars beint að íbúðauppbyggingu í borginni, vandræðagangi með leikskólahúsnæði og biðlista eftir plássum sem honum hlýst. Þá var Einar einnig spurður út í nýjar upplýsingar um himinháar orlofsgreiðslur sem fráfarandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, fékk í vasa sinn vegna ónýttra orlofsdaga áratug aftur í tímann.

Sigríður og Stefán spá í spilin

Að auki mættu þau Sigríður Á. Andersen, fyrrum dómsmálaráðherra og Stefán Pálsson, sagnfræðingur og varaborgarfulltrúi, til leiks og ræddu fréttir vikunnar og það helsta sem borið hefur til tíðinda á liðnu sumri.

Óhætt er að segja að líflegar umræður hafi spunnist í þessum félagsskap, enda eru þau Sigríður og Stefán á sitthvorum enda hins pólitíska litrófs.

Fylgstu með Spursmálum hér á mbl.is klukkan 14 alla föstudaga.

mbl.is