Erfitt að forðast auglýsingar í Pennsylvaníu

Erfitt að forðast auglýsingar í Pennsylvaníu

Hátt í 27 milljörðum króna hefur verið varið í pólitískar auglýsingar fyrir Kamölu Harris og Donald Trump frá því að Harris fór í forsetaframboð 21. júlí. Þar af hefur rúmlega 15 milljörðum króna verið varið í sjö sveifluríki.

Erfitt að forðast auglýsingar í Pennsylvaníu

Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 | 17. ágúst 2024

Forsetakosningar vestanhafs kosta sitt.
Forsetakosningar vestanhafs kosta sitt. AFP

Hátt í 27 milljörðum króna hefur verið varið í pólitískar auglýsingar fyrir Kamölu Harris og Donald Trump frá því að Harris fór í forsetaframboð 21. júlí. Þar af hefur rúmlega 15 milljörðum króna verið varið í sjö sveifluríki.

Hátt í 27 milljörðum króna hefur verið varið í pólitískar auglýsingar fyrir Kamölu Harris og Donald Trump frá því að Harris fór í forsetaframboð 21. júlí. Þar af hefur rúmlega 15 milljörðum króna verið varið í sjö sveifluríki.

Wall Street Journal hefur tekið saman hvað framboð Trumps og Harris, ásamt pólitískum aðgerðarnefndum hliðhollum þeim, hafa eytt miklu í framboðsauglýsingar síðan 22. júlí.

Síðan 22. júlí hefur verið varið alls 192 milljónum dollara í framboðsauglýsingar fyrir báða frambjóðendur á landsvísu. Hvar auglýsingarnar birtast segja okkur þó heilmikið um það hvaða ríki framboðin telja mikilvægust.

Yfir 40 milljónir bandaríkjadala í Pennsylvaníu 

Í sveifluríkjunum sjö er búið að verja 110 milljónum dollara í pólitískar auglýsingar fyrir Harris og Trump og þar af er nokkuð ljóst að Pennsylvanía er mikilvægasta ríkið.

Harris og bandamenn hennar hafa eytt 21,2 milljónum dollara, tæplega þremur milljörðum króna, í auglýsingar Pennsylvaníu á sama tíma og Trump og bandamenn hans hafa eytt 20,9 milljónum dollara í ríkinu.

Þetta er ekki af ástæðulausu. Af sveifluríkjunum þá er Pennsylvanía með flesta kjörmenn og gæti reynst verulega erfitt að vinna kosningarnar án þess að sigra Pennsylvaníu. Þau sem búa í ríkinu og horfir á sjónvarpið er nær ómögulegt að forðast pólitískar auglýsingar.

Útgjöldin munu aukast þegar nær dregur

Þar á eftir kemur Georgíu-ríki þar sem Trump og bandamenn hans hafa varið 10,9 milljónum dollara í auglýsingar á sama tíma og Harris og Bandamenn hennar hafa varið 6,9 milljónum dollara. 

Fyrstu auglýsingarnar frá Harris og bandamönnum hennar hafa aðallega beinst að því að kynna hana betur fyrir kjósendum og sýna hana í nýju ljósi í andstöðu við Trump.

Á sama tíma hafa Trump og bandamenn hans reynt að varpa neikvæðu ljósi á Harris.

Þessi miklu útgjöld eru engin nýlunda vestanhafs og eiga bara eftir að aukast þegar nær dregur kosningum.

mbl.is