Það var mikil stemning sem myndaðist í Grósku í gærdag þegar hin árlega grillveisla í viðskiptahraðlinum Startup SuperNova og BBQ & Pitch fór í gang. Frumkvöðlar, sprotar og fjárfestar flykktust í hugmyndahús nýsköpunar til að næla sér í gómsætan grillborgara áður en þátttakendur úr Startup Supernova fóru með svokallaðar lyftukynningar í lyfturum.
Það var mikil stemning sem myndaðist í Grósku í gærdag þegar hin árlega grillveisla í viðskiptahraðlinum Startup SuperNova og BBQ & Pitch fór í gang. Frumkvöðlar, sprotar og fjárfestar flykktust í hugmyndahús nýsköpunar til að næla sér í gómsætan grillborgara áður en þátttakendur úr Startup Supernova fóru með svokallaðar lyftukynningar í lyfturum.
Það var mikil stemning sem myndaðist í Grósku í gærdag þegar hin árlega grillveisla í viðskiptahraðlinum Startup SuperNova og BBQ & Pitch fór í gang. Frumkvöðlar, sprotar og fjárfestar flykktust í hugmyndahús nýsköpunar til að næla sér í gómsætan grillborgara áður en þátttakendur úr Startup Supernova fóru með svokallaðar lyftukynningar í lyfturum.
Hitað var upp í grillunum þegar grillmeistarar mættu í Grósku en hamborgararnir kláruðst rétt áður en sprotarnir fóru með kynningarnar sínar, enda vel þjálfuð liðsheild á grillinu sem þekkti hlutverk sitt. Frumkvöðlar fengu að snæða á bragðbombum frá Birni Skúlasyni, forsetaherra og stofnanda Just Björn, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Margréti Tryggvadóttur, forstjóra Nova, Helgu Valfells, meðeiganda fjárfestingasjóðsins Crowberry Capital og Sigurði Ólafssyni, framkvæmdastjóra Gróðurhússins, sprotaseturs Grósku.
Sprotafyrirtækin sem taka þátt í Startup SuperNova og fóru með lyftukynningar voru FairGame, GrowthApp, JarðarGreining, Massif.Network, Medvit Health, Neurotic, TAPP, Thorexa, The Gyna-app, VibEvent.
„Viðburðurinn gekk vonum framar, enda ekki annað hægt með þetta úrvalalið á grillinu. Við höldum reglulega lyftukynningar í okkar verkefnum hjá KLAK og því fannst okkur tilvalið í ár að ýta frumkvöðlunum enn meira út fyrir þægindarammann og taka lyftukynninguna í skæralyftu sem kom virkilega skemmtilega út. Þetta er í fimmta sinn sem við keyrum Startup SuperNova og það er magnað að sjá hvað gæðin í sprotaumhverfinu vaxa á hverju ári”, er haft eftir Frey Friðfinnssyni, verkefnastjóra Startup SuperNova hjá KLAK - Icelandic Startups.
„Það er einstaklega ánægjulegt að sjá hvað jarðvegurinn er frjór og framtíðin björt í nýsköpunarsenunni og það er hægt að segja að teymin í ár séu einstaklega sterk og þeirra verkefni eru án efa meðal þeirra sem við munum sjá meira af á næstu árum. Startup SuperNova fer stigvaxandi ár frá ári og gaman að sjá þann fjölda sem mætti á viðburðinn sem sýnir okkur að áhuginn og meðbyrinn er mikill,” segir Sigurbjörn Ari Sigurbjörnsson, markaðsstjóri Nova.