Ganga gegn þjóðarmorði frá Hallgrímskirkju

Ísrael/Palestína | 17. ágúst 2024

Ganga gegn þjóðarmorði frá Hallgrímskirkju

Ganga á vegum Félagsins Íslands Palestínu hefst við Hallgrímskirkju klukkan 14 í dag og ber heitið Ganga gegn þjóðarmorði.

Ganga gegn þjóðarmorði frá Hallgrímskirkju

Ísrael/Palestína | 17. ágúst 2024

Gangan hefst við Hallgrímskirkju klukkan 14.
Gangan hefst við Hallgrímskirkju klukkan 14. Ljósmynd/Aðsend

Ganga á vegum Félagsins Íslands Palestínu hefst við Hallgrímskirkju klukkan 14 í dag og ber heitið Ganga gegn þjóðarmorði.

Ganga á vegum Félagsins Íslands Palestínu hefst við Hallgrímskirkju klukkan 14 í dag og ber heitið Ganga gegn þjóðarmorði.

Gengið verður fram hjá vegglistaverkinu Frjáls Palestína við Vegamótastíg og rósir lagðar við verkið til minningar um öll þau sem látist hafa nýverið í árásum Ísraelshers.

Er fólk hvatt til að safnast saman næst Frakkastíg kl. 13.40, kl. 14 verður hópsöngur á laginu Lifi Palestína eftir palestínsk-sænsku hljómsveitina Kofia og svo leggur gangan þaðan af stað.

Ganga fyrir kennara, hjúkrunarfræðinga og blaðamenn

Er fólk hvatt til að hafa skilti meðferðis en gangan leggur áherslu á að sýna samstöðu með starfstéttum skólastarfsfólks, heilbrigðisstarfsfólks, blaðamanna og annarra hópa sem félagið telur eiga að hljóta sérstaka vernd, en hafi verið gerð að skotmörkum undanfarna tíu mánuði.

„Við hvetjum því fólk sem tilheyrir þessum stéttum til að búa til skilti heima eða í skiltagerðinni með „Hjúkrunarfræðingar fyrir Palestínu“ eða „Kennarar gegn þjóðarmorði“, og vekja þannig athygli á breiðri samstöðu almennings á Íslandi,“ að því er segir í tilkynningu.

Einnig er hópur feðra sem tekur sig saman um að ganga sem „Feður gegn þjóðarmorði“ til stuðnings og heiðurs þeim fjölmörgu feðrum sem hafa misst börn sín í árásunum.

mbl.is