Kjaradeilur lækna við ríkið hafa gengið brösuglega en deilunni var vísað til ríkissáttasemjara. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir það grafalvarlegt ef ekki náist að semja við ríkið og að nýir samningar þurfi að taka mið af breyttu samfélagi.
Kjaradeilur lækna við ríkið hafa gengið brösuglega en deilunni var vísað til ríkissáttasemjara. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir það grafalvarlegt ef ekki náist að semja við ríkið og að nýir samningar þurfi að taka mið af breyttu samfélagi.
Kjaradeilur lækna við ríkið hafa gengið brösuglega en deilunni var vísað til ríkissáttasemjara. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir það grafalvarlegt ef ekki náist að semja við ríkið og að nýir samningar þurfi að taka mið af breyttu samfélagi.
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.
„Það er grafalvarlegt ef ekki nást samningar og ef kemur til verkfalls mun það hafa gríðarleg áhrif á alla okkar starfsemi,“ segir Sigríður.
Hún segir að ungt fólk sem sækir í störf innan heilsugæslunnar geri aðrar kröfur en áður til vinnuumhverfisins.
„Samfélagið hefur líka tekið breytingum. Unga fólkið vill ekki og hefur ekki aðstæður til að vinna jafn langan vinnudag og var áður. Það speglast í því að grunnlaunin eru of lág. Launin hafa byggst á ýmiss konar aukavinnu og vaktavinnu og það gengur ekki í dag.“
Hún segir launakjör mikilvæg til þess að halda í starfsfólk og til að fá fleiri til vinnu, en heilsugæslan þurfi líka að skoða starfsumhverfið sjálft.
„Við sem vinnuveitandi þurfum líka að skoða vinnulag og álag og hvernig við getum skipulagt vinnuna hjá okkur þannig að fólki líði vel.“
Formaður Læknafélags Íslands sagði við mbl.is að beðið væri eftir því að hefja viðræður að nýju eftir sumarfrí sáttasemjara. Vonir væru bundnar við að hægt yrði að komast hjá því að beita aðgerðum.
Runólfur Pálsson forstjóri Landspítala vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu þegar eftir því var leitað í gær.