Norður-Kórea mun taka á móti ferðamönnum á ný frá og með desember næstkomandi í kjölfar fimm ára lokunar landamæra. Þó nokkur kínversk ferðafyrirtæki hafa greint frá þessu.
Norður-Kórea mun taka á móti ferðamönnum á ný frá og með desember næstkomandi í kjölfar fimm ára lokunar landamæra. Þó nokkur kínversk ferðafyrirtæki hafa greint frá þessu.
Norður-Kórea mun taka á móti ferðamönnum á ný frá og með desember næstkomandi í kjölfar fimm ára lokunar landamæra. Þó nokkur kínversk ferðafyrirtæki hafa greint frá þessu.
Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, lokaði landamærum landsins kyrfilega í byrjun heimsfaraldursins en takmörkunum fór aðeins að létta fyrir um ári síðan. Lokunin kom meðal annars í veg fyrir að nauðsynjavörur komust ekki inn í landið sem gerði það að verkum að mikill matarskortur ríkti í landinu.
Samkvæmt fréttamiðlinum BBC verður borgin Samjiyon opin ferðamönnum en hún hefur verið undir stöðugum framkvæmdum undanfarin ár. Borgin liggur við rætur hæsta fjalls Norður-Kóreu, Mount Paektu, sem myndar landamæri við Kína en svæðið hefur lengi verið notað til vetrarafþreyinga.
Enduruppbygging flugvallarins, umbreyting hersvæðis á skíðasvæði ásamt lagfæringu vega og hótela er meðal þess sem er á byggingaráætlun Jong Un, en hann opinberaði áætlun sína í norðurkóreskum fjölmiðlum í júlí.
Bandarísk stjórnvöld hafa bannað borgurum sínum að ferðast til Norður-Kóreu. Chad O'Carroll, framkvæmdarstjóri áhættugreiningarfyrirtækisins Korea Risk Group, segist draga opnun ferðamannastaðarins í efa.
Stjórnendur breska ferðaþjónustufyrirtækisins Koryo Tours, sem hafa skipulagt ferðir til landsins í meira en 20 ár, eru bjartsýnir um að áætlanir Norður-Kóreu muni takast. Fyrirtækið tilkynnti á miðvikudag að ferðamenn gætu jafnvel ferðast til fleiri landshluta í desember.
Koryo Tours sagði í samtali við BBC að yfirvöld í Norður-Kóreu æla að leyfa ferðamönnum frá hvaða landi sem er að skrá sig í sérstakar ferðir til að heimsækja landið. Ferðamönnum frá Suður-Kóreu verður þó meinaður aðgangur.