Opnar sig um óvenjulegar svefnvenjur yngsta sonarins

Einstakar fjölskyldur | 18. ágúst 2024

Opnar sig um óvenjulegar svefnvenjur yngsta sonarins

Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian hefur opnað sig um svefnvenjur sonar síns Rocky sem er tíu mánaða gamall. Hún viðurkennir að henni finnist erfitt að leggja drenginn sinn frá sér.

Opnar sig um óvenjulegar svefnvenjur yngsta sonarins

Einstakar fjölskyldur | 18. ágúst 2024

Samsett mynd

Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian hefur opnað sig um svefnvenjur sonar síns Rocky sem er tíu mánaða gamall. Hún viðurkennir að henni finnist erfitt að leggja drenginn sinn frá sér.

Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian hefur opnað sig um svefnvenjur sonar síns Rocky sem er tíu mánaða gamall. Hún viðurkennir að henni finnist erfitt að leggja drenginn sinn frá sér.

Þegar Rocky var sex mánaða gamall svaraði Kardashian spurningum fylgjenda sinna á Instagram. Þar fékk hún spurningu frá konu sem var nýorðin móðir, en hún spurði hvað væri til ráða ef barnið getur einungis sofnað í fangi móðurinnar. 

Svar Kardashian kom mörgum á óvart, en hún sagði að henni fyndist það ekki vera slæmt ef börn sofa alltaf í fangi móður sinnar og staðfesti að sonur hennar gerði það sama. 

„Ég nýt hverrar sekúndu! Við gerum það sama. Hann hefur aldrei notað vögguna sína. Ég elska ekkert meira í heiminum,“ svaraði Kardashian. 

Kardashian hefur áður talað um það opinberlega að hún elski að gera allt sjálf á fyrstu mánuðum barnanna sinna, án nokkurrar hjálpar frá fjölskyldunni. Til eru dæmi um að hún hafi tekið sér allt að 16 mánaða fæðingarorlof.  

„Ég hugsaði um Mason í 14 mánuði og Penelope í 16 mánuði og ég elskaði það. Þetta var tími sem við tvö áttum ein á hverjum degi,“ segir Kourtney.

Kemur illa fram við barnfóstrur

Kardashian á einnig börnin Mason, Reign og Penelope með fyrrverandi eiginmanni sínum Scott Disick, en hún er þekkt fyrir að ráða barnfóstrur til að hjálpa til við fjölskyldulífið. Samkvæmt frægum fjölskyldumeðlimum Kourtney hefur hún sjaldan komið sérstaklega vel fram við barnfóstrurnar og á erfitt með að halda þeim í vinnu hjá sér yfir lengri tíma. 

Independent

mbl.is