Reistu legsteina við Gróttu til að minnast horfinna jökla

Umhverfisvitund | 18. ágúst 2024

Reistu legsteina við Gróttu til að minnast horfinna jökla

Jöklagrafreitur var í gær reistur við Gróttu á Seltjarnarnesi til að minnast þeirra jökla sem hafa horfið af yfirborði jarðar á umliðnum árum. Tíu ár eru síðan Ok var afskráður sem jökull á Íslandi en tugþúsundir jökla hafa horfið á undanförnum áratugum um allan heim.

Reistu legsteina við Gróttu til að minnast horfinna jökla

Umhverfisvitund | 18. ágúst 2024

Til að minnast jöklanna voru draugalegir legsteinar reistir úr ís …
Til að minnast jöklanna voru draugalegir legsteinar reistir úr ís við Gróttu. Gera má ráð fyrir að þessar vofur bráðni á endanum, rétt eins og gömlu risarnir sem þær tákna. mbl.is/Hákon

Jöklagrafreitur var í gær reistur við Gróttu á Seltjarnarnesi til að minnast þeirra jökla sem hafa horfið af yfirborði jarðar á umliðnum árum. Tíu ár eru síðan Ok var afskráður sem jökull á Íslandi en tugþúsundir jökla hafa horfið á undanförnum áratugum um allan heim.

Jöklagrafreitur var í gær reistur við Gróttu á Seltjarnarnesi til að minnast þeirra jökla sem hafa horfið af yfirborði jarðar á umliðnum árum. Tíu ár eru síðan Ok var afskráður sem jökull á Íslandi en tugþúsundir jökla hafa horfið á undanförnum áratugum um allan heim.

Af því tilefni var í dag efnt til göngu á fjallið sem eitt sinn var Okjökull.

Sameinuðu þjóðirnar ákváðu nýlega að árið 2025 yrði helgað jöklum á hverfanda hveli og að 21. mars ár hvert yrði dagur jökla.

Í tilkynningu frá Háskóla Íslands segir að þetta sé gert til að vekja athygli á mikilvægi jökla, snævar og íss í vatnafræðilegu og veðurfarslegu samhengi og með efnahagslegu, samfélagslegu og umhverfislegu tilliti.

Í aðdraganda jöklaársins standa ýmsar stofnanir, háskólar og alþjóðasamtök fyrir viðburðum til þess að beina athygli að jöklabreytingum og mikilvægi þeirra. Þeir fyrstu hér á landi fara fram í dag og á morgun.

Jöklagrafreitur reistur við Gróttu í dag

Í gær var haldinn viðburður þar sem vakin var athygli á jöklum sem eru að hverfa eða þegar horfnir. Hann var á vegum Rice-háskóla, Jöklarannsóknafélags Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands, Alþjóðlegu jöklabreytingasamtakanna (World Glacier Monitoring Service, WGMS) og Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO).

Opnaður verður alþjóðlegur listi yfir 15 valda jökla sem eru horfnir eða eiga stutt eftir, en hann verður að finna á vefsíðunni Global Glacier Casualty List.

Þá var haldið út á Seltjarnarnes þar sem reistur var tímabundinn grafreitur með legsteinum úr ís í námunda við hús Náttúruminjasafns Íslands nærri Gróttu. Þar verða lesin upp eftirmæli um alla jöklana á listanum.

Tugþúsundir jökla hafa horfið á undanförnum áratugum um allan heim og hugmyndin er að bæta við listann jafnóðum og jöklar hverfa.

Jöklar landsins voru kortlagðir um aldamótin síðustu og reyndust þeir rúmlega 300 talsins. Þegar jöklarnir voru kortlagðir að nýju 2017 og 2019 höfðu tugir þeirra horfið. Þess má geta að flatarmál íslenskra jökla hefur minnkað um tæplega 850 km2 frá aldamótum og um 2.300 km2 frá lokum 19. aldar.

Tíu ár síðan Ok leið undir lok

Þekktastur horfinna jökla hér á landi er líklega Ok sem var afskráður sem jökull haustið 2014 þegar ljóst var hann væri hættur að skríða undan eigin þunga.

Fimm ár eru nú liðin síðan reistur var minningarskjöldur um Okjökul en dánartilkynning  var gefin út í ágúst 2014. 

Af því tilefni verður efnt til göngu á fjallið í dag, sunnudaginn 18. ágúst. Gangan er haldin í samstarfi Jöklarannsóknafélags Íslands, Ferðafélags Íslands og Rice-háskóla í Texas.

Alþjóðajöklaárið 2025 verður notað til þess að beina athygli almennings og fjölmiðla að rýrnun jökla og efla vöktun og rannsóknir á jöklabreytingum. Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna eru hvött til þess að skiptast á gögnum, þekkingu og aðferðum til þess að sporna gegn rýrnun jökla og skipuleggja aðlögun að þeim breytingum sem hörfun þeirra veldur.

Hugmyndin að baki ári jöklanna 2025 kom frá Tadsíkistan og hefur verið útfærð á vegum UNESCO, Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO), Alþjóðlegu jöklabreytingasamtakanna (WGMS) og fleiri alþjóðastofnana. Efnt verður til margvíslegra viðburða á næsta ári á alþjóðavettvangi í tilefni af ári jöklanna og einnig hér á landi.

Tugþúsundir jökla hafa horfið á undanförnum áratugum um allan heim …
Tugþúsundir jökla hafa horfið á undanförnum áratugum um allan heim og hugmyndin er að bæta við listann jafnóðum og jöklar hverfa. mbl.is/Hákon
Sameinuðu þjóðirnar ákváðu nýlega að árið 2025 yrði helgað jöklum …
Sameinuðu þjóðirnar ákváðu nýlega að árið 2025 yrði helgað jöklum á hverfanda hveli og að 21. mars ár hvert yrði dagur jökla. mbl.is/Hákon
Þekktastur horfinna jökla hér á landi er líklega Ok sem …
Þekktastur horfinna jökla hér á landi er líklega Ok sem var afskráður sem jökull haustið 2014 þegar ljóst var hann væri hættur að skríða undan eigin þunga. mbl.is/Hákon
mbl.is