Sparaðu með því að taka nesti

Fjármál | 18. ágúst 2024

Sparaðu með því að taka nesti

Það get­ur verið ansi freist­andi að stel­ast út í sjoppu í skól­an­um og kaupa eitt­hvað í gogg­inn. Sjoppu­ferðirn­ar geta þó verið ansi dýr­ar og oft og tíðum verður ekki holl­asti kost­ur­inn fyr­ir val­inu. Þegar garn­irn­ar byrja að gaula verður maj­o­nessam­lok­an, kók­flask­an og súkkulaðistykkið ansi freist­andi. Til þess að koma í veg fyr­ir að falla í þessa gryfju er gott að vera með þægi­legt nest­is­box og skipu­leggja nestið kvöldið áður. Hér eru nokkr­ar hug­mynd­ir.

Sparaðu með því að taka nesti

Fjármál | 18. ágúst 2024

Það borgar sig að taka með nesti.
Það borgar sig að taka með nesti. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Það get­ur verið ansi freist­andi að stel­ast út í sjoppu í skól­an­um og kaupa eitt­hvað í gogg­inn. Sjoppu­ferðirn­ar geta þó verið ansi dýr­ar og oft og tíðum verður ekki holl­asti kost­ur­inn fyr­ir val­inu. Þegar garn­irn­ar byrja að gaula verður maj­o­nessam­lok­an, kók­flask­an og súkkulaðistykkið ansi freist­andi. Til þess að koma í veg fyr­ir að falla í þessa gryfju er gott að vera með þægi­legt nest­is­box og skipu­leggja nestið kvöldið áður. Hér eru nokkr­ar hug­mynd­ir.

Það get­ur verið ansi freist­andi að stel­ast út í sjoppu í skól­an­um og kaupa eitt­hvað í gogg­inn. Sjoppu­ferðirn­ar geta þó verið ansi dýr­ar og oft og tíðum verður ekki holl­asti kost­ur­inn fyr­ir val­inu. Þegar garn­irn­ar byrja að gaula verður maj­o­nessam­lok­an, kók­flask­an og súkkulaðistykkið ansi freist­andi. Til þess að koma í veg fyr­ir að falla í þessa gryfju er gott að vera með þægi­legt nest­is­box og skipu­leggja nestið kvöldið áður. Hér eru nokkr­ar hug­mynd­ir.

Egg

Harðsoðið egg er fullt hús matar. Það tekur enga stund að taka skurnina af og skella í sig egginu á milli mála. Eina sem þarf að gera er að sjóða eggið kvöldið áður eða fyrr um daginn.

Harðsoðið egg er hið fullkomna nesti.
Harðsoðið egg er hið fullkomna nesti. Ljósmynd/Unsplash.com/Rachael Gorjestani

Grænmeti

Það er hægt að taka með fleira en bara banana í nesti. Í matvörubúðum eru til litlar bragðgóðar gulrætur sem ekki þarf að skræla og jafnvel litlar íslenskar agúrkur sem henta fullkomlega í skólatöskuna. Fyrir lúxusupésana er hægt að taka með hummus og dýfa grænmetinu í.

Litlar gúrkur henta vel í nestisboxið.
Litlar gúrkur henta vel í nestisboxið.

Kaldur grautur

Kaldur grautur með höfrum, fræjum, hnetum og jafnvel ávöxtum er fullkominn í skólann. Grauturinn er búinn til kvöldið áður og látinn standa inn í ísskáp, eldavélin verður algjör óþarfi.

Svo má alltaf taka með sér skyr með kaffibragði og setja smá leynigest út á það. 

Hafragrautur í krukku hentar vel sem nesti.
Hafragrautur í krukku hentar vel sem nesti. Ljósmynd/Unslpash.com/Cristi Ursea

Afgangar

Eldaðu aðeins meira og taktu með þér afganga í hádegismat. Það getur verið fráhrindandi að burðast með mismunandi nestisbox fyrir aðalréttinn og annað fyrir meðlætið en þá er gott að eiga nestisbox með nokkrum hólfum.

Tvísksipt nestisbox eru mjög sniðug. Þetta nestisbox fæst í IKEA …
Tvísksipt nestisbox eru mjög sniðug. Þetta nestisbox fæst í IKEA og kostar 795 krónur.

Tepokar og vatnsflöskur

Það er hægt að spara mikið á því að ganga með nokkra tepoka á sér og vatnsbrúsa. Uppáhellingin og sódavatnið er kannski ekki dýrt en það safnast saman.

mbl.is