Tölva hjá borginni í sumarleyfi til 1. des

Spursmál | 18. ágúst 2024

Tölva hjá borginni í sumarleyfi til 1. des

Leikskólareiknirinn, sérstök reiknivél sem sýna á foreldrum barna í Reykjavík áætlaða spá um stöðu barna sinna á biðlista eftir leikskólaplássi, er í sumarleyfi til 1. desember næstkomandi. Þetta kemur fram á heimasíðu borgarinnar.

Tölva hjá borginni í sumarleyfi til 1. des

Spursmál | 18. ágúst 2024

Leikskólareiknirinn, sérstök reiknivél sem sýna á foreldrum barna í Reykjavík áætlaða spá um stöðu barna sinna á biðlista eftir leikskólaplássi, er í sumarleyfi til 1. desember næstkomandi. Þetta kemur fram á heimasíðu borgarinnar.

Leikskólareiknirinn, sérstök reiknivél sem sýna á foreldrum barna í Reykjavík áætlaða spá um stöðu barna sinna á biðlista eftir leikskólaplássi, er í sumarleyfi til 1. desember næstkomandi. Þetta kemur fram á heimasíðu borgarinnar.

Athygli mbl.is var vakin á þessari staðreynd í kjölfar þess að Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, nefndi reikninn sérstaklega í viðtali í Spursmálum í sambandi við öfluga upplýsingagjöf til foreldra í höfuðborginni.

Þegar farið er inn á Leikskólareikni Reykjavíkur er tilkynnt að …
Þegar farið er inn á Leikskólareikni Reykjavíkur er tilkynnt að hann sé í sumarfríi til 1. desember næstkomandi. Skjáskot

Öfundsverður búnaður

Hann sagði þar meðal annars:

„Ég held reynd­ar að borg­in sé lík­lega með bestu upp­lýs­inga­gjöf­ina þegar kem­ur að þessu stóra verk­efni að út­hluta börn­um leik­skóla­plássi. Við opnuðum þarna sta­f­rænt form, leik­skóla­reikn­inn, sem á að svara þessu. Hann leys­ir ekki leik­skóla­vand­ann, en hann veit­ir upp­lýs­ing­ar og ég heyri það frá for­eldr­um úr öðrum sveit­ar­fé­lög­um, meðal ann­ars þínu sveit­ar­fé­lagi í Garðabæ, að þetta er að gagn­ast mjög vel, að þau eru að skoða, bíddu hérna er leik­skóli, svona eru marg­ir með þenn­an skóla í fyrsta vali og annað val.“

Einar Þorsteinsson er gestur Spursmála. Hann hefur gegnt embætti borgarstjóra …
Einar Þorsteinsson er gestur Spursmála. Hann hefur gegnt embætti borgarstjóra í sjö mánuði. mbl.is/Brynjólfur Löve Mogensson

Óáreiðanlegar upplýsingar

Á heimasíðu borgarinnar segir hins vegar:

„Leikskólareiknirinn er í sumarfríi til 1. desember 2024. Verið er að úthulta plássum og biðlistatölur geta verið óáreiðanlegar á meðan á því stendur.“

Ekki kemur fram á heimasíðu borgarinnar hvenær Leikskólareiknirinn tók að ganga á áunnið orlof sitt en hins vegar staðfesta upplýsingarnar að upplýsingagjöf til foreldra liggur niðri að minnsta kosti þriðjung ársins.

Þegar Leikskólareiknirinn var kynntur til leiks í mars síðastliðnum sagði í tilkynningu frá borginni að honum væri ætlað að fækka símtölum til skóla- og frístundasviðs borgarinnar og að hann myndi um leið einfalda upplýsingagjöf til borgarbúa. Þá sagði borgin að reiknivélinni væri ætlað að auka gagnsæi í upplýsingamiðlun og „sýna stöðuna eins og hún er hverju sinni.“

Viðtalið við Einar Þorsteinsson í Spursmálum má sjá og heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.

mbl.is