„Það var eiginlega í fyrsta skipti þá sem ég upplifði virkilega að ég væri ekki einn að eiga í veseni með að lifa með þessu,“ segir Arnar Sveinn Geirsson um samtökin Kraft sem hann mun hlaupa fyrir í Reykjavíkurmaraþoninu næstu helgi.
„Það var eiginlega í fyrsta skipti þá sem ég upplifði virkilega að ég væri ekki einn að eiga í veseni með að lifa með þessu,“ segir Arnar Sveinn Geirsson um samtökin Kraft sem hann mun hlaupa fyrir í Reykjavíkurmaraþoninu næstu helgi.
„Það var eiginlega í fyrsta skipti þá sem ég upplifði virkilega að ég væri ekki einn að eiga í veseni með að lifa með þessu,“ segir Arnar Sveinn Geirsson um samtökin Kraft sem hann mun hlaupa fyrir í Reykjavíkurmaraþoninu næstu helgi.
Mamma Arnars kom að stofnun Krafts, en hún greindist ung með krabbamein og lést af völdum þess þegar hann var aðeins 11 ára gamall.
Arnar hefur sjálfur setið í stjórn samtakanna og verið varaformaður þeirra síðan árið 2019 en er nú að stíga frá.
Kraftur styður við ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra.
Hann segist aðallega vera að hlaupa hálfa maraþonið fyrir Kraft og fyrir mömmu sína. Kraftur fagnar nefnilega 25 ára afmæli sínu í ár, Reykjavíkurmaraþonið verður 40 ára gamalt og mamma Arnars hefði orðið sextug í júlí.
Beðinn um að lýsa mömmu sinni segir Arnar að bæði í minningu sinni og frásögnum annarra hafi verið mikil og jákvæð orka sem streymdi frá henni. Hún hafi verið björt, glöð, brosandi og kraftmikil. Segist hann hafa fengið jákvæðni sína að langmestu leyti frá henni.
Mamma hans hafi „alltaf verið tilbúin að hjálpa öllum“ og ávallt verið með hjálparsíma Krafts á sér þangað sem fólk hringdi í leit að spjalli, ráðgjöf eða bara peppi.
Arnar segir að hann og mamma hans voru miklir vinir og mikið saman þegar hann var lítill. Bjuggu þau þá mikið erlendis þar sem pabbi hans var handboltamaður.
Hann hafi aðeins þekkt mömmu sína sem barn en hafi ákveðið að leyfa henni að vera áfram hluti af lífi sínu seinna meir.
„Ég held þetta tengist mér nú ekki neitt,“ segir Arnar í samtali við blaðamann mbl.is, inntur eftir viðbrögðum við fjölda þeirra sem hafa heitið á hann fyrir Reykjavíkurmaraþonið.
Hann segir peninginn sem hafi safnast sýna hvað fólki finnist um samtökin, frekar en um hann sjálfan.
Aðspurður segir Arnar starfsemi Krafts vera keyrða áfram af fólki sem brennur fyrir það að hjálpa öðrum og að jafningjastuðningurinn einkenni samtökin.
Hingað til hefur Arnari tekist að safna tæplega 235.000 krónum fyrir Kraft.
Hægt er að heita á hann hér.