Fanney Ingvarsdóttir, markaðsfulltrúi Bioeffect og fyrrverandi fegurðardrottning, og Teitur Reynisson, viðskiptafræðingur í Landsbankanum, giftu sig á laugardaginn var við fallega athöfn í Dómkirkjunni í Reykjavík.
Fanney Ingvarsdóttir, markaðsfulltrúi Bioeffect og fyrrverandi fegurðardrottning, og Teitur Reynisson, viðskiptafræðingur í Landsbankanum, giftu sig á laugardaginn var við fallega athöfn í Dómkirkjunni í Reykjavík.
Fanney Ingvarsdóttir, markaðsfulltrúi Bioeffect og fyrrverandi fegurðardrottning, og Teitur Reynisson, viðskiptafræðingur í Landsbankanum, giftu sig á laugardaginn var við fallega athöfn í Dómkirkjunni í Reykjavík.
Eftir giftinguna slógu hjónin upp veislu í Gamla bíói þar sem öllu var til tjaldað. Katla Þorgeirsdóttir og Fannar Sveinsson stýrðu veislunni af miklum myndarskap og var einstök stemning.
Nýgiftu hjónin svífa um á bleiku skýi en Fanney birti hjartnæmar brúðkaupsmyndir á samfélagsmiðlum sínum frá stóra deginum. „Að eilífu þín, að eilífu minn, að eilífu við,“ skrifaði hún við færsluna.
Parið fann ástina árið 2016 og eiga tvö börn: dótturina Kolbrúnu Önnu og soninn Reyni Alex. Þau trúlofuðu sig þann fyrsta júlí á síðasta ári og þá sagði fanney að þetta hefði verið auðveldasta „já“ í heimi og að hún gæti ekki beðið eftir að giftast ástinni.
Smartland óskar hjónunum til hamingju með ástina!