Fundaði í þrjá tíma með forsætisráðherranum

Ísrael/Palestína | 19. ágúst 2024

Fundaði í þrjá tíma með forsætisráðherranum

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur hvatt Hamas og Ísrael til þess að afvegaleiða ekki vopnahlésviðræður sínar. Þetta gerði Blinken á fundum sínum í Ísrael í dag.

Fundaði í þrjá tíma með forsætisráðherranum

Ísrael/Palestína | 19. ágúst 2024

Antony Blinken við komu sína til Tel Avív í dag.
Antony Blinken við komu sína til Tel Avív í dag. AFP

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur hvatt Hamas og Ísrael til þess að afvegaleiða ekki vopnahlésviðræður sínar. Þetta gerði Blinken á fundum sínum í Ísrael í dag.

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur hvatt Hamas og Ísrael til þess að afvegaleiða ekki vopnahlésviðræður sínar. Þetta gerði Blinken á fundum sínum í Ísrael í dag.

Átti hann þar meðal annars fundi með forsætisráðherra Ísraels, Benjamín Netanjahú, og forsetanum Isaac Herzog.

Búist er við því að viðræður um vopnahlé hefjist á ný í vikunni í Egyptalandi. 

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. AFP

Fundinum lýst sem jákvæðum

Blinken hefur sagt komandi viðræður mögulega síðasta tækifærið til þess að ná vopnahléi fram og gíslum Hamas-samtakanna heim. 

Guardian greinir frá því að Blinken hafi átt þriggja tíma fund með Netanjahú og hafi forsætisráðherrann lýst honum sem jákvæðum.

Þá hafi Blinken einnig rætt við varnarmálaráðherra Ísraels, Yoav Gallant. 

mbl.is