Félag atvinnurekenda (FA) óskar eftir því að Sorpa rökstyðji 70% hækkun á gjaldi fyrir móttöku matvæla í umbúðum til jarðgerðar sem tók gildi um áramótin. Furðar FA sig á þessari hækkun og segir í bréfi til Sorpu að ástæður sem séu sagðar á bak við hækkunina eigi ekki við þennan flokk sorps.
Félag atvinnurekenda (FA) óskar eftir því að Sorpa rökstyðji 70% hækkun á gjaldi fyrir móttöku matvæla í umbúðum til jarðgerðar sem tók gildi um áramótin. Furðar FA sig á þessari hækkun og segir í bréfi til Sorpu að ástæður sem séu sagðar á bak við hækkunina eigi ekki við þennan flokk sorps.
Félag atvinnurekenda (FA) óskar eftir því að Sorpa rökstyðji 70% hækkun á gjaldi fyrir móttöku matvæla í umbúðum til jarðgerðar sem tók gildi um áramótin. Furðar FA sig á þessari hækkun og segir í bréfi til Sorpu að ástæður sem séu sagðar á bak við hækkunina eigi ekki við þennan flokk sorps.
FA hefur sent Sorpu erindi vegna málsins og bendir á að gjaldið fyrir móttöku á úrgangi sem þessum hafi einnig hækkað um 86% frá fyrri hluta síðasta árs. Þá hafi Sorpa hækkað gjaldið sitt fyrir móttöku á óflokkuðu sorpi um 16,54% frá ársbyrjun 2023 á meðan að keppinautur þeirra, Íslenska gámaþjónustan hefur hækkað sitt gjald um minna en 10% á sama tímabili.
„Félag atvinnurekenda hefur sent Sorpu bs. erindi vegna mikilla hækkana á gjaldskrá byggðasamlagsins fyrir móttöku á matvælum í umbúðum, sem notuð eru til jarðgerðar. Gjald fyrir móttöku á slíkum úrgangi hefur hækkað um rúmlega 86% frá því á fyrri hluta síðasta árs og er nú enginn munur á gjaldtöku fyrir móttöku á matvælum og óflokkuðum úrgangi. FA óskar eftir rökstuðningi fyrir hækkuninni og bendir á að nú sé enginn fjárhagslegur hvati fyrir fyrirtæki að taka umhverfis- og loftslagsvænni kostinn og skila útrunnum matvælum í umbúðum inn til jarðgerðar,“ segir á vef FA.
Þá gefur félagið lítið fyrir ástæðurnar fyrir gjaldskrárhækkuninni sem gefnar voru út þegar breytingin tók gildi um áramótin.
„Nokkuð verulegar breytingar verða hins vegar á tilteknum úrgangsflokkum, sérstaklega flokkum sem teknir eru inn á urðunarstað. Hækkun á gjaldskrá á urðunarstað er fyrst og fremst til komin vegna verulegrar minnkunar á magni til urðunar. Helsta ástæða þessarar minnkunar er sú að sá blandaði úrgangur sem hingað til hefur verið urðaður í Álfsnesi verður sendur til orkuvinnslu í Svíþjóð allt næsta ár.
Orkuvinnsla með þessum hætti er skárri leið til að meðhöndla úrgang en urðun, og er skör ofar í úrgangsþríhyrningnum en urðun. Aðrar breytur sem valda breytingum á gjaldskrá eru meðal annars fjárfestingar á urðunarstað til að bæta ásýnd og gassöfnun á urðunarstað, bann við urðun á lífrænum úrgangi á urðunarstað og fleira,“ segir í tilkynningu Sorpu sem FA vitnar í og vísar á bug.
Í erindi sínu til Sorpu hvetur FA fyrirtækið til þess að gera breytingar á gjaldskrá sinni og hvetja til nýtingu umhverfis- og loftslagsvænni kosta.