Heimalagað „Pico de Gallo“

Uppskriftir | 19. ágúst 2024

Heimalagað „Pico de Gallo“

Chuy Zara­te, og dótt­ir hans, Dora Zara­te, sem koma alla leið frá San Migu­el de Allende í Mexí­kó, voru í viðtali um helgina í sunnudagsblaði Morgunblaðsins, meðal annars í tilefni þess að staðurinn þeirra Fu­ego Taqu­ería hlaut viðurkenningu fyrir matargerðina hjá Reykjavíkurborg og jafnframt að staðurinn mun opna von bráðar á Akureyri í nýju Mathöllinni Iðunni. En veitingastaðinn má finna í Mat­höll­inni Hlemmi og Mat­höll Galle­ríi við Hafn­ar­torgi.

Heimalagað „Pico de Gallo“

Uppskriftir | 19. ágúst 2024

Chuy Zara­te, annnar eigenda að veitingastaðnum Fu­ego Taqu­ería, deilir hér …
Chuy Zara­te, annnar eigenda að veitingastaðnum Fu­ego Taqu­ería, deilir hér uppskrift að ekta heimalagaðri salsasósu. mbl.is/Eyþór

Chuy Zara­te, og dótt­ir hans, Dora Zara­te, sem koma alla leið frá San Migu­el de Allende í Mexí­kó, voru í viðtali um helgina í sunnudagsblaði Morgunblaðsins, meðal annars í tilefni þess að staðurinn þeirra Fu­ego Taqu­ería hlaut viðurkenningu fyrir matargerðina hjá Reykjavíkurborg og jafnframt að staðurinn mun opna von bráðar á Akureyri í nýju Mathöllinni Iðunni. En veitingastaðinn má finna í Mat­höll­inni Hlemmi og Mat­höll Galle­ríi við Hafn­ar­torgi.

Chuy Zara­te, og dótt­ir hans, Dora Zara­te, sem koma alla leið frá San Migu­el de Allende í Mexí­kó, voru í viðtali um helgina í sunnudagsblaði Morgunblaðsins, meðal annars í tilefni þess að staðurinn þeirra Fu­ego Taqu­ería hlaut viðurkenningu fyrir matargerðina hjá Reykjavíkurborg og jafnframt að staðurinn mun opna von bráðar á Akureyri í nýju Mathöllinni Iðunni. En veitingastaðinn má finna í Mat­höll­inni Hlemmi og Mat­höll Galle­ríi við Hafn­ar­torgi.

„Hug­mynd­in á bak við Fu­ego Taqu­ería er að fram­reiða vin­sæl takkó sem eiga upp­runa sinn í Mexí­kó,“ seg­ir Chuy. Mat­ur­inn sé ekta en þau hafi aðlagað mat­ar­gerðina því sem hent­ar á Íslandi. Allt er búið til frá grunni, meira að segja sós­urn­ar. Chuy svipti hulunni af tveimur uppskriftum meðal annars þessari guðdómlega góðu salsasósu.

Chuy Zara­te, og dótt­ir hans, Dora Zara­te, koma alla leið …
Chuy Zara­te, og dótt­ir hans, Dora Zara­te, koma alla leið frá San Migu­el de Allende í Mexí­kó. mbl.is/Eyþór

Eitt af því sem helst einkennir mexíkóskan mat er salsasósan. Mismunandi tegundir eru til af salsasósu og er „Picco de Gallo“ (eða „salsa fresco“) ein þeirra. Sósan verður ekki eins maukkennd og Íslendingar kannast við frá krukkunum í búðarhillunum.

Hug­mynd­in á bak við Fu­ego Taqu­ería er að fram­reiða vin­sæl …
Hug­mynd­in á bak við Fu­ego Taqu­ería er að fram­reiða vin­sæl takkó sem eiga upp­runa sinn í Mexí­kó. mbl.is/Eyþór

Heimalagað „Pico de Gallo“

  • 4 stórir tómatar
  • 1 laukur
  • 1 grænt chili
  • safi úr einni límónu
  • handfylli af kóríander
  • salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Saxið kóríander fínt og geymið til hliðar.
  2. Skerið tómatana í sneiðar og setjið í skál.
  3. Skerið laukinn í fína bita og bætið í skálina.
  4. Saxið grænt chili í þunnar sneiðar (fjarlægið fræin ef þið viljið sósuna minna sterka) og bætið í skálina.
  5. Bætið kóríandernum við sósuna.
  6. Blandið hráefnunum saman.
  7. Bætið við safanum af límónunni og salti og pipar. Blandið saman og smakkið til.
  8. Sósuna má nota á takkó, sem salatsósu eða með tortilla-flögum.
mbl.is