„Ég er að nota tækifærið til að hlaupa í minningu sonardóttur minnar sem lést fyrir nokkrum árum síðan úr vímuefnasjúkdómi. Ég vil minnast hennar. Þetta var hugrökk, dugleg og ung stelpa sem að mér þótti mjög vænt um,“ segir hinn 82 ára gamli Sigurður R. Gunnsteinsson sem mun taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu næstu helgi.
„Ég er að nota tækifærið til að hlaupa í minningu sonardóttur minnar sem lést fyrir nokkrum árum síðan úr vímuefnasjúkdómi. Ég vil minnast hennar. Þetta var hugrökk, dugleg og ung stelpa sem að mér þótti mjög vænt um,“ segir hinn 82 ára gamli Sigurður R. Gunnsteinsson sem mun taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu næstu helgi.
„Ég er að nota tækifærið til að hlaupa í minningu sonardóttur minnar sem lést fyrir nokkrum árum síðan úr vímuefnasjúkdómi. Ég vil minnast hennar. Þetta var hugrökk, dugleg og ung stelpa sem að mér þótti mjög vænt um,“ segir hinn 82 ára gamli Sigurður R. Gunnsteinsson sem mun taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu næstu helgi.
Sigurður er þaulvanur hlaupari og kom hann meðal annars að stofnun 100 km félagsins á sínum tíma.
„Við vorum svona brautryðjendur í því á sínum tíma að hlaupa 100 kílómetra og ég hef farið í fjögur svoleiðis hlaup. Erlendis að vísu og eitt heimsmeistarakeppnishlaup.“
Segist Sigurður hafa byrjað að hlaupa fyrir rúmlega 35 árum og síðan þá tekið þátt í 53 maraþonum víðs vegar um heim t.a.m. í Berlín, London, Boston og í Memphis, Tennessee. Telur hann þá að hálfmaraþonin sem hann hefur tekið þátt í séu að nálgast tíu talsins bara í Reykjavík.
Í ár mun Sigurður hlaupa fyrir Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ) og segist hann hafi starfað fyrir samtökin í yfir 40 ár.
„Ég byrjaði að vinna hjá þeim árið 1978 og var lengst af forstöðumaður á Sogni í Ölfusi. Síðan á Vík á Kjalarnesi. Svo fór ég niður á Vog og var þar í kennslu í nokkur ár og er svona svolítið viðloðandi enn í sjálfboðaliðavinnu við kennslustörf pínulítið,“ segir Sigurður sem tekur jafnframt fram að hann sé menntaður áfengis- og vímuefnaráðgjafi og hafi verið með þeim fyrstu á landinu sem fékk viðurkenningu heilbrigðisráðuneytisins að hann mætti starfa sem slíkur þegar starfið var löglega tekið upp.
Þótt Sigurður sé vanur hlaupari með mikla reynslu minnir hann þó á að hlaupin verði nú ekki auðveldari með árunum.
„Ég er 82 ára gamall. Það er alltaf fyrir þessu haft hvort sem það eru 10 kílómetrar eða 21. Maður er ekki í eins góðu formi og maður var fyrir 20 árum síðan.“
Segir Sigurður enn fremur að hann sé heldur ekki eins kappsmikill og hann var á árum áður. Hann er ekki lengur í kappi við klukkuna og einblínir meira á ánægjuna sem fylgir hlaupunum.
Sigurður segist að lokum vilja hvetja fólk til að styrkja gott málefni og góð málefni almennt.
„Margir félagar njóta góðs af því að fólk styðji þá.“
Hægt er að heita á Sigurð hér.