Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, segist hugsi yfir þeim kostnaði sem blasi við vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu. Þetta segir Einar í nýju viðtali í Spursmálum.
Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, segist hugsi yfir þeim kostnaði sem blasi við vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu. Þetta segir Einar í nýju viðtali í Spursmálum.
Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, segist hugsi yfir þeim kostnaði sem blasi við vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu. Þetta segir Einar í nýju viðtali í Spursmálum.
Hann segir að áætlanir hafi tekið miklum breytingum frá árinu 2019 og að nú styttist í að uppfærður samgöngusáttmáli verði undirritaður fyrir höfuðborgarsvæðið.
Þegar hann er spurður út í mögulegar breytingar á verkefninu segist hann bundinn trúnaði um það. Það verði hins vegar kynnt innan tíðar.
Í september í fyrra fullyrti Bjarni Benediktsson, þáverandi fjármálaráðherra og núverandi forsætisráðherra, að kostnaður við samgöngusáttmála á höfuðborgarsvæðinu hefði tvöfaldast. Upphaflegar áætlanir hefðu gert ráð fyrir 120 milljörðum í verkefnið en að nú stefndi í að kostnaðurinn yrði 300 milljarðar króna.
Orðaskiptin um þetta mál má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en þau eru einnig rakin í textanum hér fyrir neðan.
Þið eruð að tala um samgöngusáttmálann, við erum að sjá tölurnar yfir brúna yfir Fossvog og annað. Þetta er allt óraunhæft. Ég sagði að þetta væri í klessu, þetta er í klessu vegna þess að þessar framkvæmdir verða margfalt dýrari en nokkurn óraði fyrir, þurfið þið ekki að endurskoða þetta allt? Verður þetta ekki allt miklu minna í sniðum, mun þetta ekki allt taka miklu lengri tíma en menn hafa lofað?
„Nú, sko erum við á þeim tímapunkti með samgöngusáttmálann að það styttist í undirritun. Það hefur verið mikil vinna að endurreikna þessar áætlanir allar...“
Almenningur er alveg í myrkrinu, heyrir ekkert af því hvernig þessi staða er.
„Nei, nei, en það styttist í þetta. Og áætlanir sem eru gerðar 2019 þar sem ekki er búið að teikna þessar brýr og götur og göng, og þetta þróast allt saman, og verðið hækkar og það er verðbólga og byggingarvísitalan hækkar og allt þetta breytist. Og auðvitað er maður hugsi yfir þessum kostnaði en hvernig ætlum við að þróast til framtíðar hérna, höfuðborgarsvæðið.“
Það er svo stærri spurning, ég er bara að spyrja...
„Já en það er ekki í boði að gera ekki neitt.“
En það sem þið eruð að fara að undirrita núna er gjörbreytt plagg miðað við það sem teiknað var upp og borgarbúar hafa vitneskju um núna.
„Ég ætla bara ekki að tjá mig um það því ég er bundinn trúnaði.“
Viðtalið við Einar má sjá og heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.