Um 40 slökkviðliðsmenn slasaðir

Úkraína | 19. ágúst 2024

Um 40 slökkviðliðsmenn slasaðir

Liðlega 40 rússneskir slökkviliðsmenn hafa slasast við að reyna að slökkva bál sem kviknaði eftir að loftskeyti Úkraínuhers hæfði olíugeymslu í borginni Proletarsk í suðurhluta Rostov-héraðs í Rússlandi. 

Um 40 slökkviðliðsmenn slasaðir

Úkraína | 19. ágúst 2024

Selenskí segir loftárásirnar réttlætanlegar í ljósi árása Rússa á skotmörk …
Selenskí segir loftárásirnar réttlætanlegar í ljósi árása Rússa á skotmörk í Úkraínu. AFP

Liðlega 40 rússneskir slökkviliðsmenn hafa slasast við að reyna að slökkva bál sem kviknaði eftir að loftskeyti Úkraínuhers hæfði olíugeymslu í borginni Proletarsk í suðurhluta Rostov-héraðs í Rússlandi. 

Liðlega 40 rússneskir slökkviliðsmenn hafa slasast við að reyna að slökkva bál sem kviknaði eftir að loftskeyti Úkraínuhers hæfði olíugeymslu í borginni Proletarsk í suðurhluta Rostov-héraðs í Rússlandi. 

Eldurinn hefur geisað í tvo daga. 

Fimm á gjörgæslu

Vasily Golubev, héraðsstjóri Rostov-héraðs, sagði í færslu á samskiptamiðlinum Telegram að 41 slökkviliðsmaður hafi þurft að leita á bráðamóttökuna eftir átök við eldinn. 

Hann sagði átján þeirra hafa þurft á innlögn að halda og að fimm þeirra væru á gjörgæslu.  

Um 20.000 manns búa í Proletarsk, en samkvæmt yfirvöldum í borginni er ekki hætta á að eldurinn dreifi úr sér í nærliggjandi íbúðarhverfi. 

Fyrr í mánuðinum sótti Úkraínuher á Kursk-hérað Rússlands af hörku.

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sagði loftárásirnar réttlætanlegar í ljósi árása Rússa á skotmörk í Úkraínu. 

mbl.is