Gunnar, Jóna og Haraldur launahæst

Tekjur Íslendinga | 20. ágúst 2024

Gunnar, Jóna og Haraldur launahæstu sveitarstjórnarmenn landsins

Gunnar Valur Gíslason, bæjarfulltrúi í Garðabæ og framkvæmdastjóri Íþöku, er launahæsti sveitarstjórnarmaður landsins samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar. 

Gunnar, Jóna og Haraldur launahæstu sveitarstjórnarmenn landsins

Tekjur Íslendinga | 20. ágúst 2024

Gunnar Valur Gíslason, Jóna Árný Þórðardóttir og Haraldur Benediktsson.
Gunnar Valur Gíslason, Jóna Árný Þórðardóttir og Haraldur Benediktsson. Samsett mynd

Gunnar Valur Gíslason, bæjarfulltrúi í Garðabæ og framkvæmdastjóri Íþöku, er launahæsti sveitarstjórnarmaður landsins samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar. 

Gunnar Valur Gíslason, bæjarfulltrúi í Garðabæ og framkvæmdastjóri Íþöku, er launahæsti sveitarstjórnarmaður landsins samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar. 

Gunnar Valur var með tæpar fjórar milljónir á mánuði á síðasta ári samkvæmt listanum. Næst á eftir er Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, með 3,2 milljónir kr. á mánuði. 

Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri Akraness, er svo í þriðja sæti með rétt rúmar þrjár milljónir kr. á mánuði. 

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir 10 launahæstu sveitarstjórnarmennina samkvæmt tekjublaðinu. Tölur eru í þúsundum íslenskra króna. 

  1. Gunnar Valur Gíslason, bæjarfulltrúi í Garðabæ og framkvæmdastjóri Íþöku: 3.959
  2. Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar: 3.180.
  3. Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri Akraness: 3.057
  4. Magnús Ö. Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar Seltjarnarness: 3:038
  5. Gunnar Einarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar: 2.954. 
  6. Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri: 2.930.
  7. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði: 2.855. 
  8. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar: 2.816.
  9. Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur: 2.606. 
  10. Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar: 2.541. 

Greint er frá tekj­um 4.000 Íslend­inga í Tekju­blaði Frjálsr­ar versl­un­ar sem kom út í dag. Hægt er að nálg­ast blaðið hér. Er þar tekið fram að um sé að ræða út­svars­skyld­ar tekj­ur á ár­inu 2023. Þær þurfi ekki að end­ur­spegla föst laun viðkom­andi. Inn í töl­un­um eru ekki fjár­magn­s­tekj­ur.

mbl.is