Heiðrún Lind tekjuhæst hjá hagsmunasamtökum

Tekjur Íslendinga | 20. ágúst 2024

Heiðrún Lind tekjuhæst hjá hagsmunasamtökum

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, er tekjuhæst á lista tekjublaðs Frjálsrar verslunar yfir einstaklinga sem starfa fyrir hagsmunasamtök eða aðila vinnumarkaðarins. 

Heiðrún Lind tekjuhæst hjá hagsmunasamtökum

Tekjur Íslendinga | 20. ágúst 2024

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, Sigurður Hannesson og Sigríður Margrét Oddsdóttir.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, Sigurður Hannesson og Sigríður Margrét Oddsdóttir. Samsett mynd

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, er tekjuhæst á lista tekjublaðs Frjálsrar verslunar yfir einstaklinga sem starfa fyrir hagsmunasamtök eða aðila vinnumarkaðarins. 

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, er tekjuhæst á lista tekjublaðs Frjálsrar verslunar yfir einstaklinga sem starfa fyrir hagsmunasamtök eða aðila vinnumarkaðarins. 

Heiðrún Lind var með um 4,8 milljónir kr. á mánuði í fyrra samkvæmt blaðinu. Næstur á eftir kemur Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, með um 4,4 milljónir kr. á mánuði. 

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er svo í þriðja sæti með um 4,2 milljónir á mánuði. 

Hér fyr­ir neðan má sjá lista yfir þau 10 launa­hæstu á umræddum lista tekju­blaðsins. Töl­ur eru í þúsund­um ís­lenskra króna. 

  1. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS: 4.778. 
  2. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI: 4.370. 
  3. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA: 4.160. 
  4. Karl Björnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri SÍS: 4.143. 
  5. Ari Skúlason, framkvæmdastjóri SSF: 3.379. 
  6. Friðbert Traustason, fyrrverandi framkvæmdastjóri SSF: 3.056.
  7. Stefán Ólafsson, sérfræðingur hjá Eflingu: 2.971. 
  8. Heiðrún Emilía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SFF: 2.883. 
  9. Þórey Sigríður Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða: 2.806.
  10. Pétur Þorsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu: 2.592. 

Greint er frá tekj­um 4.000 Íslend­inga í Tekju­blaði Frjálsr­ar versl­un­ar sem kom út í dag. Hægt er að nálg­ast blaðið hér. Er þar tekið fram að um sé að ræða út­svars­skyld­ar tekj­ur á ár­inu 2023. Þær þurfi ekki að end­ur­spegla föst laun viðkom­andi. Inn í töl­un­um eru ekki fjár­magn­s­tekj­ur.

mbl.is